Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Qupperneq 213
Ritdómar
211
í inngangi bókarinnar og þess má geta að þetta eru viðtekin vinnubrögð í íðorðastarfi
hjá þeim þjóðum sem við berum okkur saman við, t.d. hjá Norðmönnum, Svíum og
Finnum. Hér er dæmi um flettu í bókinni (bls. 110):
göturenna f
da rendesten c
en gutter
sv rannsten c
de Strassenrinne f
opinn farvegur, sem ofanvatn safnast í og rennur eftir í götuniðurfall
Göturenna er venjulega með fram gangstéttarbrún.
Ef skýring fylgir hugtaki þá hefst hún á hástaf og endar með punkti. Skýring er ávallt
höfð inndregin. Skáletrað íðorð í skilgreiningum, skýringum, dæmum og tilvísunum
(„Sjá“, ,,Sbr.“) vísar til þess að það sé skilgreint annars staðar í ritinu. Orðflokkur
sérhvers íðorðs er tilgreindur með latneskum skammstöfunum og fleirtöluorð eru
sérstaklega tilgreind (dæmi: válíkindi n pl).
Auk íslensku eru íðorð ávallt tilgreind á fjórum erlendum tungumálum: dönsku,
ensku, sænsku og þýsku. Skammstafanir tungumálanna, da (danska), en (enska), sv
(sænska) og de (þýska), eru ritaðar samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Þar sem gengið
er út frá hugtökum eru flettiorðin ekki alltaf eitt stakt orð eins og í venjulegum
orðabókum (dæmi: göturenna) heldur geta þau verið fleiryrt (dæmi: lífháð sundrun,
líkindaferill úrkomustyrks, stíflun i fráveituleiðslu).
Engin samheiti eru tilgreind og er það í samræmi við kröfu íðorðafræðinnar um
nákvæmt og ótvírætt orðafar. Markmiðið er að eitt orð sé um hvert hugtak og eitt hug-
tak svari til hvers orðs. í nokkrum tilvikum eru þó skráð tvö íslensk íðorð við eitt hug-
tak en stundum er þó um að ræða styttingu á löngu íðorði. Sem dæmi má nefna
úrgangsmóttökustöð - móttökustöð (bls. 159). Annað dæmi um tvö íðorð fyrir sama
hugtakið er rörefni-pipuefni (bls. 91) en þar er skýringin sú að orðin rör ogpípa eiga
sér bæði langa sögu í íslensku máli. Fáein dæmi eru um að íðorð hafi tvær skilgrein-
ingar, dæmi: umhverfi (bls. 55), rennsli (bls. 75) og úðakerfi (bls. 86).
Orðanefndin hafði lengi málfræðilegan ráðunaut, Halldór Halldórsson prófessor,
sem starfaði með nefndinni fyrir atbeina íslenskrar málnefndar. Það verklag var
viðhaft á fundum orðanefndarinnar að fyrst voru hugtökin skilgreind og útskýrð og á
þeim grundvelli voru fúndin íslensk heiti. Reynsla orðaneíndarinnar var sú að þessi
aðferð hefði gert íslenska nýyrðasmíð auðveldari og markvissari. Samspil fagþekk-
ingar orðanefndarinnar og afburðakunnáttu Halldórs á íslenskri orðmyndun hefúr
gefíð mjög góða raun og ekkert útlent eða aðlagað útlent íðorð er að finna í orðasafn-
inu.
I Umhverfistœkni — íðorðabók eru fjölmargar innrammaðar skýringargreinar og
ritaði Halldór Halldórsson flestar þeirra. Þar gerir hann grein fyrir ýmsum athyglis-
verðum nýyrðum, sýnir beygingu erfíðra orða, útskýrir orðmyndun o.s.frv. Dæmi um
þetta eru greinar um orðin glot (bls. 30), hlot (bls. 33), stöðga (bls. 35), upplcegur -
upplœgi (bls. 52) og nertur - nerti (bls. 57). Einar B. Pálsson ritar einnig nokkrar af