Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Side 218
216
Ritfregnir
Sjónum er beint að virkni tiltekinna mállegra eininga, hvaða áhrif þær hafa á ffam-
vindu samtalsins, og hvað ræður vali málnotandans á þeim sömu einingum.
Markmiðið með rannsókninni var að kanna annars vegar muninn á notkun orð-
anna nú og núna sem tíðaratviksorða og hins vegar að greina virkni orðins nú sem
agnar sem felur ekki í sér tímavísun. Helstu niðurstöður um það fyrmefnda er skýr
setningaleg fyllidreifíng orðanna nú og núna sem Helga segir endurspegla mun á
virkni þessara tveggja orða, en ffam til þessa hefur oftast verið litið á að nota megi
þau í tímamerkingu hvort í annars stað án teljandi blæbrigðamunar. Rannsóknin leiddi
í ljós að orðið núna stendur í flestum tilvikum aftarlega í setningu á eftir andlagi sagn-
ar, og stundum sem sjálfstæð viðbót mælanda eftir endurgjöf hlustanda, og er notað í
almennri tímaskírskotun um líðandi tíma en er líka hægt að nota til að vísa til ókom-
ins tíma eða liðins. Orðið nú stendur hins vegar nær alltaf ffemst í setningu næst á
undan sögn og hefur auk skírskotunar til tíma, oflast í tímasamanburði (nú -þá), yfir-
leitt meiri áhersluþunga og er notað til áréttingar orðum mælanda. Munurinn á nú og
tímaorðinu núna kemur ffam í línum 6 og 8 í eftirfarandi dæmi (sjá bls. 15-16 hjá
Helgu):1
(1)
1 M Og Arngrímur Guðmundsson fyrstur í dag komdu sæll.
2 A Já komdu blessuð.
—» A >Vi (h)öfum nú talað saman áður?<
4 M Jlá:jfáj(á: Hvort við ekki höfum,
5 A Ég skal segja þér gitt eh::e- Eva- Eva Maríe,
-» A <Nú: fer mér að leiðast svolitið hvernig að mYnd e:::
7 :::> forsetafram- forsetakosningarnar eru að taka á
-» sig hiúna0.
-» M Nfú:::
-» A Jjá::f: mér finnst þetta nú orðið ænsi .hhh ansi á:bekkt
11 e::(.) bara SQna: *eh .h* hörku: alþingiskosningum?
Orðið núna hefur alltaf skýra tímavísun en það á hins vegar ekki við um orðið nú
nema í takmörkuðum mæli. Notkun þess orðs er mun fjölbreyttari og beindist rann-
sókn Helgu ekki hvað síst að því að kanna í kjölinn nú sem ögn óháð skírskotun til
tíma enda meginhluti dæmanna í efnivið hennar af því tagi. Dæmin voru greind í þrjá
flokka út frá virkni og orðræðulegri stöðu: sem háttaragnir (e. tone particles, líka
1 Mælendur eru merktir með bókstöfum. Dæmin um nú og m'ma sem eru til umræðu eru feit-
letruð og línumar auðkenndar með örvum. Bandstrik aftan við orðhluta merkir að ekki er lokið
við orðið og svigi er settur utan um ógreinileg orð eða hljóð. Punktur í sviga táknar stutta þögn
en tala í sviga gefur til kynna lengd þagnar. h á eftir punkti stendur fyrir innöndun. Opnir
oddklofar (> <) eru utan um hratt tal en lokaðir (< >) utan um hægt tal. Tvipunktur táknar að
sérhljóðið er dregið, undirstrikun sýnir áherslu og upphafsstafur aukinn raddstyrk. Hringur
ffaman og aftan við orð táknar að það er sagt lágum rómi. Upp- og niðurvísandi örvar sýna
breytingu á tónhæð. Merkið # táknar breytingu á raddblæ og stjömur merkja hlátur. Punktur og
komma tákna lækkandi tón en spumingarmerki, báðar gerðir, hækkandi tón.