Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 219
217
Ritfregnir
kallað modal particles), orðræðuagnir (e. utterance particles, líka kallað discourse
markers) og viðbragðsagnir eða viðkvæði (e. dialogueparticles eða responseparticles).
Langflest dæmanna eru um háttaragnir og er staða þeirra í lotunni í námunda við
sögn, yfirleitt á eftir henni. Virknin er nokkuð margbreytileg og ekki alltaf svo auð-
velt að festa á henni hendur, segir Helga, en í öllum þessum tilvikum er komið að um-
ræðuefninu frá nýju sjónarhomi eða dregnar fram upplýsingar sem mælandinn vill
leggja áherslu á. Orðið er oftast áherslulítið og engin merkjanleg aukning á tónhæð.
Dæmi um nú sem háttarögn má sjá í línum 3 og 10 í dæmi (1) hér að framan.
Nú sem orðræðuögn hefur aðra stöðu; orðið stendur á lotumótum, á undan sjálfri
setningunni samkvæmt hefðbundinni setningagreiningu, og markar skil í orðræðunni.
Með því er gefíð til kynna nýtt upphaf sem þó er tengt því sem á undan var sagt, ýmist
sem viðbrögð við því eða sem sjálfstætt framhald. Stundum er hér dreginn seimurinn
á sérhljóðinu eða raddblænum breytt eða tónhæðinni og á það síðastnefnda einkum
við nú sem gefur til kynna viðbrögð nýs mælanda. Dæmi um nú sem orðræðuögn má
sjá í línu 9 í dæmi (2) (bls. 232-233, stytt af ÞBH) og í línu 4 í dæmi (3) (bls. 248,
stytt af ÞBH):
(2)
1 R Sigurður Helgi með sama raulið eins og vanalega?
2 (0.5)
3 R og hann var alltaf öðru (.) hverju kon- eh kominn á Alþingii
4 (1.0)
5 R og ha- maður er nú búinn að hlusta nóg á hanni
6 (0.8)
7 R svo mann langar ekkert til þess að halda þvi áfram£
8 (0.8)
—» R Ntiú:#e::# (0.2) .h Svo er þa- o svo er hún Sigrúni
(3)
1 M Hvar ert þiú: á ferð.
2 K .hh Ég er nú eiginlega hvergi á ferðc Ég er nú kyrrstæð-
3 ur eins og er<L
4 (0.2)
M Nfúj: þa er *hehhh eins og þú sért á fleygiferð
Þriðji flokkurinn er nú sem viðkvæði. Hér er um að ræða sjálfstæða lotu viðmælanda
og fylgir oft ekkert á eftir. Með orðinu nú er þá látin í ljós tilfinningaleg afstaða, oftast
undrun eða áhugi, eins og sjá má í línu 9 í dæmi (1). Sérhljóðið er hér yfirleitt dregið
og tónhæðinni alltaf breytt. Athugun á tónfalli í þessum dæmum leiddi í ljós skýr
vensl á milli tónhæðar og virkni: Stígandi tónhæð er notuð sem merki til að kalla eftir
nánari skýringu en hnígandi tónhæð má túlka sem eins konar móttökumerki um að
boðin hafi komist til skila.
Auk þessarar ítarlegu úttektar og greiningar á notkun og virkni orðanna nú og
núna í nútímaíslensku fjallar Helga lítilsháttar um sögulegan uppruna orðanna og