Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 221
Frá íslenska málfræðifélaginu
Skýrsla um starfsemi félagsins
frá 31. janúar 2007 til 20.febrúar 2008
Á aðalfundi íslenska málfræðifélagsins 31. janúar 2007 var kosin ný
stjóm félagsins. Hana skipuðu: Haraldur Bemharðsson, formaður;
Theódóra Torfadóttir, gjaldkeri; Bjarki M Karlsson, ritari; Ásta Svavars-
dóttir, meðstjómandi; og Höskuldur Þráinsson, ritstjóri. Varamenn em
Veturliði Óskarsson og Þóra Másdóttir. Haldnir vom sex stjómar-
fundir á árinu. Skoðunarmenn reikninga vom Guðrún Þórhallsdóttir
og Kristín Bjamadóttir. Jón G. Friðjónsson var fulltrúi félagsins í full-
trúaráði Málræktarsjóðs á árinu.
Félagið stóð fyrir ráðstefnunni Rúnir og rúnamenning í fyrirlestra-
sal Þjóðarbókhlöðunnar laugardaginn 6. október 2007. Þar fluttu sjö
fræðimenn íyrirlestra um ýmis efni tengd rúnum: Jón Axel Harðarson:
„Uppmni germanska rúnastafrófsins", Magnús Snædal: „Gotneskar
rúnaristur?“, Þórhallur Eyþórsson: „Tilbrigði í frumnorrænni setninga-
gerð“, Michael Schulte: „Tölur og rúnir á nýjan leik. Ýmsar hefð-
bundnar kenningar endurskoðaðar“, Þórgunnur Snædal: „Smávegis
um upphaf og þróun rúnanna á íslandi“, Marteinn H. Sigurðsson:
„Rúnakvæði og -kenningar", Pétur Knútsson: „Dealing with system-
atic coincidence: Pythagoras in the runes.“ Félagið fékk 50.000 kr.
styrk frá SPRON til ráðstefhuhaldsins.
Föstudaginn 23. nóvember 2007 gekkst félagið fyrir málþingi í fyrir-
lestrasal safnaðarheimilis Neskirkju um yfirlitsrit um íslenska málífæði.
Málþingið, sem bar yfirskriftina Islensk málfrœði á bók, var haldið í
tileíhi af útkomu íslensh’ar tungu 1-3 (Almenna bókafélagið, 2005).
Markmiðið var að leggja mat á hvemig til hefði tekist og hver næstu
skref væm í ritun handbóka um íslenska málfræði. Fmmmælendur vom