Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Síða 222
220
Islenska málfræðifélagið
Sæmundur Helgason, grunnskólakennari, Langholtsskóla; Ásdís Am-
alds, Elínborg Ragnarsdóttir og Sólveig Einarsdóttir, íramhaldsskóla-
kennarar og kennslubókahöfundar, Kvennaskólanum í Reykjavík; Helgi
Skúli Kjartansson, sagnfræðingur, Kennaraháskóla íslands; Þórhallur
Eyþórsson, málfræðingur, Hugvísindastofnun Háskóla íslands, og Anton
Karl Ingason, nemi í íslensku við Háskóla íslands.
22. Rask-ráðstefnan um íslenskt mál og almenna málfræði var
haldin laugardaginn 26. janúar 2008 í samvinnu við Málvísindastofh-
un Háskóla íslands. Að þessu sinni var ráðstefnan haldin í stofu 101,
svonefndri hringstofu, í hinu nýja Háskólatorgi Háskóla íslands. Á
ráðstefnunni voru haldin ellefu erindi: Bjarki M Karlsson, Kristján
Ámason og Þórhallur Eyþórsson: „Lífsmörk eddukvæða“, Eiríkur
Rögnvaldsson: „Málffæðileg mörkun forníslensku", Guðrún Kvaran:
„„... orðasöfhunin er andleg grasatínsla ...“ Um orðasöfnun í mæltu
máli“, Gunnlaugur Ingólfsson: „Rask og Fjölnir“, Jón G. Friðjónsson:
„Tengsl Stjómar og Guðbrandsbiblíu“, Jóhannes Gísli Jónsson:
„Þróun fallmörkunar í íslensku og færeysku“, Jón Axel Harðarson:
„Forsaga og þróun fíentívra n-sagna í gotnesku og norrænu", Guðrún
Þórhallsdóttir: „andvaka og einmana í sálarkreppu“, Katrín Axels-
dóttir: „Eftir eigin höfði“, Margrét Jónsdóttir: Sterkar sagnir standa
enn undir nafni eða „Hvemig niðurhel ég?““, Sigrún Ammendrup:
„Flámæli á 19. öld - rannsókn á stafsetningu einkabréfa“. Félagið fékk
50.000 kr. styrk frá Forlaginu til ráðstefhuhaldsins.
Þórhallur Eyþórsson hefur unnið að endurbótum á Málfræðiorða-
safni sem vistað í er orðabanka Stofhunar Áma Magnússonar í íslensk-
um fræðum á vefnum http://www.amastofnun.is en er einnig aðgengi-
legt af vef íslenska málfræðifélagsins, http://www.imf.hi.is. Því verki
miðar jafnt og þétt áfram.
Höskuldur Þráinsson og Haraldur Bemharðsson em ritstjórar tíma-
ritsins Islenskt mál og almenn málfrœði. 27. árgangur kom út í árs-
byrjun 2007, 28. árgangur er nú í bókbandi og fer í dreifingu á allra
næstu dögum. Nokkurt efni er komið í 29. árgang og er stefnt að því
að koma honum út á vordögum.
Haraldur Bernharðsson, formaður.