Ritmennt - 01.01.1998, Side 20

Ritmennt - 01.01.1998, Side 20
EIRÍKUR ÞORMÓÐSSON OG GUÐSTEINN ÞENGILSSON RITMENNT Og í lok Fnjóskdæla sögu sinnar segist Sig- urður á Snæbjarnarstöðum hafa tekið flest af því sem hann hafi ritað um Fnjóskadal eftir frásögnum greinargóðra og réttorðra manna sem uppi hafi veriö á æskuárum hans. Þar í hópi var síðast, en ekki sízt, Jónatan á Þórðarstöðum og Guðlaug móðir hans. [...] Jónatan á Þórðarstöð- um má með vissu telja rnesta sagnfræðing og ættfræðing í Fnjóskadal á nítjándu öld. Fiann rit- aði margar sögur og viðburði um margt, sem við bar í Þingeyjarsýslu og víðsvegar um land, og sömuleiðis vísur og kvæði eftir ýmsa höfunda og alþýðuskáld; voru margir þeirra góðir liagyrðing- ar, þótt fátt sé á prenti eftir þá. (...) Hefur Jónatan með þessu forðað frá glötun fjöldamörgum all- merkum ljóðmælum,- á hann heiður skilið fyrir það og margt annað, sem lýtur að sögulegum fróðleik landsins. Líka ritaði hann margar ættar- tölur fyrir ýmsa menn, einkar greinilegar. Hann kunni auk þess ógrynni af gömlum alþýðukvæð- um, þulum og sögum.33 í húskveðju sem séra Jónas á Hrafnagili hélt yfir Jónatan á Ongulsstöðum 2J. febrúar ár- ið 1906 er það athyglisvert að eftir að Jónas segist eldci ætla að relcja sundur nákvæm- lega hvern mann Jónatan hafi haft að geyma, til þess hafi hann verið honum per- sónulega of ól<unnugur, segist hann þó þurfa að talca eitt fram, hjá því lcomist hann eldd, af því að fyrir þaó hafi Jónatan verió orðinn kunnur um allt land og jafnvel til út- landa. Er Jónas þá að slcírslcota til ættjarðar- ástar Jónatans og í hverju lrún kom fram, nefnilega í ást til allra fornra minja, fornra mennta og fornra rita landsins og í ást til þeirra leifa sem enn séu til af slcógum lands- ins. Að þessum hugðarefnum hafi Jónatan starfað með óþreytandi elju alla ævina, safn- að og varðveitt fjölda fornra hluta sem sjá- aldur auga síns, safnað gömlum handritum með sérstakri áherslu á því sem laut að ætt- vísi, enda með bestu og áreiðanlegustu ætt- fræðingum norðanlands, og hafi löngu á undan öllum öðrum farið að annast skógar- leifar þær sem eftir voru á ábýli hans og komist svo langt með framúrsltarandi um- hyggju og rælctarsemi að þar sé nú einhver hinn blómlegasti og fegursti slcógur á landi liér sem veld bæði undrun og aðdáun allra sem skoði hann.34 Eldd er ástæða til að ve- fengja að Jónatan hafi verið fyrstur manna til að fara að hlúa að skógi á bújörð sinni og þar með líldega fyrstur í Fnjóskadal öllum til þeirra verka og á landsvísu hefur hann áreiðanlega verið meðal frumherja skóg- hirðingar, ella hefði framtak hans í þeim efnum eklci lrlotið eins milda atliygli og raun var á. Hversu kunnur Jónatan var er- lendis fyrir verk sín vita greinarhöfundar ekki en vera má að einhver hróður hafi af honum borist þangað með Kristian Kálund sem heimsótti Jónatan sumarið 1873 og fór þá ekki fram lijá honum kunnugleiki Jón- atans á fornum örnefnum og sögum sem gerðust í sveit hans. Eru tvö bréf varðveitt frá Kálund til Jónatans, dagsett 18. olctóber 1873 og 12. júní 1874, og er efni beggja þeirra að ræða örnefni við hann og leita til hans upplýsinga um þau.35 I líkræðu sem séra Ásmundur Gíslason hélt yfir Jónatan við útför hans í Illugastaða- kirkju kemst hann svo að orði eftir að hafa sagt frá helstu áhugamálum fónatans, þ.e. 33 Sigurður Bjarnason: Fnjóskdæla saga. Nýjar kvöld- vökur 26 (1933), bls. 151. 34 ÍB 956 8vo. 35 Lbs 3028 4to. Sbr. einnig ÍB 99 fol, bréf Jónatans til Jóns Borgfirðings dagsett 15. janúar 1874. 16
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170

x

Ritmennt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.