Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Síða 59

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Síða 59
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 59 BrynJar ÓlafSSon og gÍSli ÞorSteinSSon alþingismaður á árunum 1886–1900 og reyndi að sannfæra yfirvöld um að kennsla í handmenntum væri nauðsynlegur hluti alþýðumenntunar (Mikkelsen, 1891b). Jón notaði hugtakið skólaiðnaður til aðgreiningar frá heimilisiðnaði og til að undir- strika uppeldislegt gildi smíðakennslu (sjá mynd 4). Skólaiðnaðurinn átti að stuðla að því að börn yrðu góðir þegnar (sjá mynd 2). Markmið heimilisiðnaðar var hins vegar að kenna börnum að bjarga sér og jafnvel afla tekna fyrir heimilið (Halldóra Bjarna- dóttir, 1912). Jón leggur áherslu á mikilvægi menntunar smíðakennara líkt og Mikkel- sen og Salomon (Jón Þórarinsson, 1891; Thane, 1914). Hann segir að smiðir eigi ekki að kenna skólaiðnað því þeir skilji ekki uppeldislegt gildi hans. Þessar tvær áherslur eigi það þó sameiginlegt að stuðla að jafnvægi hugar og handar og kenna nemendum að nota verkfæri og smíða nytjahluti (Jón Þórarinsson, 1891). Mynd 4. Myndin sýnir muninn á skólaiðnaði og heimilisiðnaði Guðmundur Finnbogason fékk styrk frá Alþingi í tvö ár til að kynna sér alþýðu- menntun í Skandinavíu og dvaldi þar árin 1901–1902. Markmiðið var að móta tillögur að því hvernig best væri að haga slíkri menntun á Íslandi (Gunnar M. Magnúss, 1939). Á þessum tíma var farið að kenna bæði uppeldislega smíði og handavinnu sem þátt í alþýðumenntun í Skandinavíu og var íslenska heitið handmenntir oft notað yfir þessar greinar. Í bók sinni Lýðmenntun setur Guðmundur Finnbogason fram lista yfir þær námsgreinar sem hann leggur til að verði kenndar. Ein þessara námsgreina er hand- menntir. „Þegar á allt er litið, er ef til vill engin hlið alþýðumenntunarinnar alvarlegra umhugsunarefni en þetta: Hvernig eigum vér að kenna æskulýðnum að „strita með viti“.“ (Guðmundur Finnbogason, 1903/1994, bls. 105). Ári fyrir útgáfu Lýðmenntunar birtist í tímaritinu Ísafold grein eftir Guðmund undir fyrirsögninni „Fyrirmyndarskóli“. Fjallaði hann þar um skóla sem hét Det danske Selskabs Skole og stofnaður var af C.N. Starcke. Hafði Guðmundur dvalist þar um mánaðarskeið. Fram kemur í grein Guðmundar að námsgreinum í þessum skóla sé Betri ríkisborgarar Virðing fyrir vinnu aukinn líkamsþroski efling sjálfstæðis aukin iðjusemi Vinnugleði aukið frumkvæði Uppgötvun hæfileika Vera sjálfum sér nægur afla tekna með handverki Viðhald hluta Varðveisla hefða Stuðlar að jafnvægi hugar og handar læra að nota verkfæri Smíði nytjahluta áherslur skólaiðnaðar og heimilisiðnaðar Sk óla iðn að ur Heimilisiðnaður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.