Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Page 66

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Page 66
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 201166 HÖnnUn og SmÍÐi rafeindatækni og vélrænni högun vöfðust fyrir þeim. Einnig kom fram gagnrýni á viðfangsefni sem tengdust fjöldaframleiðslu og sölu- og markaðsmálum. Á félagsfundum og vefsíðu Félags íslenskra smíðakennara voru hinar nýju nám- skráráherslur ræddar og skipst á skoðunum um innihald námskrárinnar. Mörgum hönnunar- og smíðakennurum fannst að þróun síðustu ára hefði ekki verið í rétta átt (Félag íslenskra smíðakennara, e.d.) og að dregið hefði úr áherslunni á handverkið. Þegar vinna við endurskoðun aðalnámskrár grunnskóla í hönnun og smíði hófst var ákveðið að leita álits Félags íslenskra smíðakennara og halda fundi með félags- mönnum. Niðurstaðan var að draga úr áherslunni á tæknimiðuð viðfangsefni og efla aðra þætti, s.s. vinnuvernd og áhersluna á sjálfbæra þróun í hönnun verkefna (Brynjar Ólafsson o.fl., 2005). Einnig var námsgreinin greind frá upplýsingamenntinni (Menntamálaráðuneytið, 2007) og gerð að sjálfstæðu námssviði. Í aðalnámskrá fyrir hönnun og smíði er lögð áhersla á einstaklingsmiðað nám og sveigjanlega kennsluhætti. Nýsköpun og hugmyndavinna eru enn mikilvægir áhersluþættir, ásamt þáttum úr tæknimennt. Nýir handverksþættir, s.s. ferskar viðar- nytjar og glervinna, eru orðnir að viðfangsefnum. Í markmiðum námskrárinnar sést að fyrri gildi smíðakennslu hafa verið endurvakin (Menntamálaráðuneytið, 2007). Hins vegar svipar henni til námskrárinnar fyrir hönnun og smíði frá 1999, þrátt fyrir þessar áherslubreytingar. Megináherslur beggja eru bornar saman í töflu 2 (Mennta- málaráðuneytið, 1999, 2007). Tafla 2. Áherslumunur í námskrám í hönnun og smíði 1999 og 2007 Megináherslur 1999 Megináherslur 2007 1. Hönnun og nýsköpun 1. Hönnun og nýsköpun 2. Tæknilæsi 2. Tæknilæsi 3. Tæknigrunnur og verkstæði 3. Tæknigrunnur og verkstæði 4. Framleiðsla og verkskipulag 4. Handverk og verkskipulag 5. Áhersla á samfélagið 5. Áhersla á einstaklinginn 6. Iðnhönnun 6. Útinám og ferskar viðarnytjar 7. Stuðningsþættir 7. Sjálfbær þróun 8. Handverksmenning 8. Vinnuvernd 9. Áhersla á tækniþætti 9. Áhersla á handverksþætti Áhrif frá tæknimennt er enn að finna í námskránni frá 2007 en þau birtust m.a. í áherslunni á tæknilæsi og tileinkun nemandans á góðu verkskipulagi, verktækni og verkstæðisþáttum. Áherslan á hugmyndavinnu nemandans og hönnun hélt áfram og er því svipuð í báðum námskránum (Menntamálaráðuneytið, 2007). Þrátt fyrir marga sameiginlega þætti er þó áherslumunur. Í námskránni 1999 var lögð áhersla á samfélagslegt gildi hugmyndavinnu, hönnunar og verklegrar fram- kvæmdar en í námskránni 2007 voru einstaklingurinn og þarfir hans í brennidepli. Áherslan á fjöldaframleiðsluferli ásamt sölu og markaðsmálum sem kom fram í nám- skránni 1999 vék fyrir aukinni áherslu á einstaklingsmiðað handverk. Nýir þættir bættust við, s.s. útinám, ferskar viðarnytjar, sjálfbær þróun og vinnuvernd (Mennta- málaráðuneytið, 2007).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.