Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Page 125
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 125
kRISTÍN vALSDÓTTIR
LISTAHáSkÓLA ÍSLANDS
Uppeldi og menntun
20. árgangur 1. hefti 2011
Tónlistarnámsefni fyrir leikskóla
– tvöfaldur fengur!
Sigríður Pálmadóttir. (2010). Tónlist í leikskóla. Reykjavík: Forlagið. 248 bls.
Elfa Lilja Gísladóttir. (2009). Hring eftir hring. Reykjavík: Höfundur. 209 bls.
Leikskólakennarar og áhugafólk um tónlistaruppeldi ungra barna fengu góða ástæðu
til að gleðjast þegar tvær bækur um tónlistar- og hreyfiuppeldi komu út með stuttu
millibili árin 2009 og 2010. Ekki aðeins vegna þess að þarna var á ferðinni kærkomið
námsefni heldur ekki síður vegna þess að báðir höfundar hafa mikla tónlistarmenntun
og langa reynslu og mikla þekkingu á tónlist og leikskólastiginu. Efnið sem hér um
ræðir er Tónlist í leikskóla eftir Sigríði Pálmadóttur og Hring eftir hring eftir Elfu Lilju
Gísladóttur. Bókin Tónlist í leikskóla er skrifuð fyrir leikskólakennara en einnig með
það í huga að foreldrar, aðrir starfsmenn leikskóla og jafnvel kennarar á yngsta stigi
grunnskólans nýti sér hana. Elfa Lilja, höfundur bókarinnar Hring eftir hring, kýs að
tala um leiðbeinendur í bók sinni og höfða þannig til sem flestra, óháð starfsheiti.
Segja má að báðar bækurnar falli vel að þeirri breytingu á lögum um leik- og grunn-
skóla sem kveða á um opnun á milli skólastiganna þar sem markhópurinn er kennarar
og leiðbeinendur 3–6 ára barna en þó megi nýta mest af efni bókanna bæði fyrir yngri
og eldri börn.
Tónlist í leikskóla er byggð á reynslu og lífsstarfi Sigríðar Pálmadóttur tónlistar-
kennara, sem hefur sinnt tónlistarkennslu barna um langt árabil. Sigríður kenndi við
Fósturskóla Íslands og gegndi síðast stöðu lektors í tónmennt við Kennaraháskóla
Íslands, nú Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún hefur því komið að menntun vel
flestra leikskólakennara í meira en tvo áratugi þar sem tónlist hefur verið skyldufag
í náminu.
Tónlist í leikskóla er námsefni sem samanstendur af bók, þremur geisladiskum
og aðgangi að vefefni á heimasíðu Forlagsins. Efni bókarinnar má gróflega skipta í
þrjá hluta; fyrst er umfjöllun í þremur stuttum köflum um tónlist og þátt hennar í
þroska barna og uppeldi og í öðrum hluta er farið í kennsluefni og skipulag fyrir