Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Side 131
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 131
kRISTÍN AÐALSTEINSDÓTTIR
HáSkÓLANUM á AkUREyRI
Uppeldi og menntun
20. árgangur 1. hefti 2011
Tálmar og tækifæri
Gretar L. Marinósson (ritstjóri). Aðrir höfundar: Dóra S. Bjarnason, Auður B. Kristins-
dóttir, ingibjörg Kaldalóns, Elsa Sigríður Jónsdóttir, Hrönn Pálmadóttir, Hanna H.
Leifsdóttir, Ásrún Guðmundsdóttir, Bergþóra Gísladóttir, Hafdís Guðjónsdóttir, Særún
Sigurjónsdóttir, ingibjörg H. Harðardóttir, Birna H. Bergsdóttir, Hrund Logadóttir og
Atli Lýðsson. (2007). Tálmar og tækifæri. Menntun nemenda með þroskahömlun á
Íslandi. Reykjavík: Háskólaútgáfan. 302 bls.
Sú heimspekilega sýn að manneskjur eigi það sameiginlegt að búa yfir dómgreind
og skynsemi virðist bæði villandi og röng því hún skilur fólk að. Hún skilur t.d. fólk
með þroskahömlun og geðfatlaða frá hinum „skynsömu og dómbæru“. Við eigum
það hins vegar öll sameiginlegt að vera tilfinningaverur, viðkvæmt og dauðlegt fólk.
Sem ólíkir einstaklingar eigum við einnig rétt á, hvert og eitt, að vera virtar, frjálsar
og verðugar manneskjur og hluti af heild. Ef við sættumst á að þessir þættir sameini
okkur má ljóst vera að aukinn skilningur og tillitssemi gæti skapast á milli manna.
Mikilvægi þess að vera hluti af samfélaginu og tengjast öðru fólki dregur ekki úr frelsi
okkar. Öllu fremur veitir það okkur sjálfsvirðingu að vera virt og metin, hvernig sem
við erum að líkamlegum eða andlegum burðum. Njóti einstaklingur ekki virðingar og
nándar má líklegt telja að fram hjá honum verði gengið.
Á Íslandi hafa börn og unglingar með þroskahömlun um nokkurt skeið átt fullan
lagalegan rétt á að stunda nám í skólum og verða þannig hluti af skólasamfélagi þar
sem þau eiga rétt á að fá fullþroskað persónuleika sinn, hæfileika og sköpunargáfu,
eins og mælt er fyrir um í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks frá
2007 (Velferðarráðuneytið, 2011). Þótt ýmsar minni rannsóknir hafi verið gerðar til
að greina stöðu nemenda með þroskahömlun í íslenskum skólum hefur staða þeirra
lengi verið óljós; mikill munur virðist hafa verið á opinberri stefnu og framkvæmd og
á úrræðum einstakra skóla og skólastiga varðandi þessa nemendur.
Árið 2002 fóru Landssamtökin Þroskahjálp þess á leit við Rannsóknarstofnun
Kennaraháskóla Íslands (KHÍ) að stofnunin rannsakaði stöðu þroskahamlaðra barna
á leik- og grunnskólaaldri í landinu. Rannsóknin skyldi ná til þeirra einstaklinga sem