Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Page 131

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Page 131
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 131 kRISTÍN AÐALSTEINSDÓTTIR HáSkÓLANUM á AkUREyRI Uppeldi og menntun 20. árgangur 1. hefti 2011 Tálmar og tækifæri Gretar L. Marinósson (ritstjóri). Aðrir höfundar: Dóra S. Bjarnason, Auður B. Kristins- dóttir, ingibjörg Kaldalóns, Elsa Sigríður Jónsdóttir, Hrönn Pálmadóttir, Hanna H. Leifsdóttir, Ásrún Guðmundsdóttir, Bergþóra Gísladóttir, Hafdís Guðjónsdóttir, Særún Sigurjónsdóttir, ingibjörg H. Harðardóttir, Birna H. Bergsdóttir, Hrund Logadóttir og Atli Lýðsson. (2007). Tálmar og tækifæri. Menntun nemenda með þroskahömlun á Íslandi. Reykjavík: Háskólaútgáfan. 302 bls. Sú heimspekilega sýn að manneskjur eigi það sameiginlegt að búa yfir dómgreind og skynsemi virðist bæði villandi og röng því hún skilur fólk að. Hún skilur t.d. fólk með þroskahömlun og geðfatlaða frá hinum „skynsömu og dómbæru“. Við eigum það hins vegar öll sameiginlegt að vera tilfinningaverur, viðkvæmt og dauðlegt fólk. Sem ólíkir einstaklingar eigum við einnig rétt á, hvert og eitt, að vera virtar, frjálsar og verðugar manneskjur og hluti af heild. Ef við sættumst á að þessir þættir sameini okkur má ljóst vera að aukinn skilningur og tillitssemi gæti skapast á milli manna. Mikilvægi þess að vera hluti af samfélaginu og tengjast öðru fólki dregur ekki úr frelsi okkar. Öllu fremur veitir það okkur sjálfsvirðingu að vera virt og metin, hvernig sem við erum að líkamlegum eða andlegum burðum. Njóti einstaklingur ekki virðingar og nándar má líklegt telja að fram hjá honum verði gengið. Á Íslandi hafa börn og unglingar með þroskahömlun um nokkurt skeið átt fullan lagalegan rétt á að stunda nám í skólum og verða þannig hluti af skólasamfélagi þar sem þau eiga rétt á að fá fullþroskað persónuleika sinn, hæfileika og sköpunargáfu, eins og mælt er fyrir um í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks frá 2007 (Velferðarráðuneytið, 2011). Þótt ýmsar minni rannsóknir hafi verið gerðar til að greina stöðu nemenda með þroskahömlun í íslenskum skólum hefur staða þeirra lengi verið óljós; mikill munur virðist hafa verið á opinberri stefnu og framkvæmd og á úrræðum einstakra skóla og skólastiga varðandi þessa nemendur. Árið 2002 fóru Landssamtökin Þroskahjálp þess á leit við Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands (KHÍ) að stofnunin rannsakaði stöðu þroskahamlaðra barna á leik- og grunnskólaaldri í landinu. Rannsóknin skyldi ná til þeirra einstaklinga sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.