Andvari - 01.06.2011, Qupperneq 11
ANDVARI
FRÁ RITSTJÓRA
9
hefur ekki mikil opinber umræða orðið og einkum er athyglisvert hve forustu-
menn í stjórnmálaflokkum hafa látið sér hægt að bregðast við því. Helst er að
telja orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins,
í ræðu hans á Hólahátíð 14. ágúst. Hann lagði réttilega áherslu á að stjórnar-
skrá verði að vera meira en orð á blaði. Vitnaði hann í afar falleg mannrétt-
indaákvæði í stjórnarskrá Sovétríkjanna frá árinu 1936, á sama tíma og morð-
æðið rann á Stalín og hreinsanirnar miklu hófust. Þetta er að vísu öfgafullt
dæmi, en bendir þó til þess að stjórnarskrá, hve góð sem hún er, dugar ekki til
að tryggja gott stjórnarfar ef valdamenn svífast einskis og hafa möguleika á
að beita fólskulegum aðferðum, þótt ekki sé í jafnstórfelldum mæli og Stalín
hafði. í framhaldi af þessu sagði Sigmundur Davíð:
Stjórnarskrá verður að endurspegla sannfæringu, þá sannfæringu þjóðarinnar og
stjórnvalda að hún sé til þess ætluð að standa vörð um það sem er rétt og gott - og svo
verður að fara eftir henni. Stjórnarskráin ein og sér veitir ekki vernd nema að baki henni
búi samfélagssáttmáli sem á sér djúpar og sameiginlegar rætur.
Stjórnarskrá á ekki að vera pólitísk, hægri- eða vinstrisinnuð. Hún er lýsing á þeim
reglum sem við erum almennt sammála um, hvort sem við erum til hægri eða vinstri
eða á miðjunni. Þess vegna hefur iðulega verið leitast við að gera allar breytingar á
stjórnarskrá landsins í sátt, enda nær hún ekki tilgangi sínum ef ekki er samkomulag
um að virða hana.
Margir, ég þar á meðal, töldu að það mætti nota það tækifæri sem gafst með
efnahagshruninu til að bæta ýmsa þætti samfélagsins og taka allt til skoðunar, þar með
talið stjórnarskrána. Reynslan hefur hins vegar sýnt að það andrúmsloft sem myndaðist
í samfélaginu á undanförnum þremur árum hefur ekki skapað bestu aðstæðurnar til að
skrifa nýja stjórnarskrá.
Stjórnlagaráð, hópur sem ráðinn var til að skrifa drög að frumvarpi um stjórnarskrá,
hefur nú skilað niðurstöðum sínum. I þeim tillögum er margt gott að finna en þó finnst
mér þær bera um of mark þess samtíma sem þær eru unnar í, skrifaðar fyrir ríkjandi
umræðu og undir áhrifum hennar. Þær eru um of barn síns tíma en það er einmitt það
sem stjórnarskrá á ekki að vera. Stjórnarskrá þarf að vera sígild.
Stjórnarskrá á ekki að vera eins og kosningabæklingur stjórnmálaflokks. Stjórnarskrá
á að innihalda grunnreglur lýðræðis, ekki grunnstef orðræðu. Hún verður að vera byggð
á meginreglum, algildum og framfylgjanlegum.
Það er þó full ástæða til að nýta tillögur stjórnlagaráðsins í umræðu um stjórnarskrána
auk vinnu stjórnarskrárnefndar og aðrar ábendingar.
Þetta eru athyglisverð orð formanns Framsóknarflokksins. En mótsögn
virðist mér í því að benda annars vegar á að vinnan við nýja stjórnarskrá fer
af stað vegna tiltekinna og örlagaríkra atburða í þjóðfélaginu og finna hins
vegar að því að tillögunar séu „skrifaðar fyrir ríkjandi umræðu og barn síns
tíma.“ Auðvitað eru allir menn, orð þeirra og verk, börn síns tíma. Það er
ofætlun og blekking að nokkur geti sest á þularstól ofar straumum samtím-
ans. Stjórnarskrá byggist annars vegar á klassískum grunnreglum lýðræðis,
hefðum og reynslu genginna kynslóða, og hins vegar á hún að bera fram