Andvari

Volume

Andvari - 01.06.2011, Page 12

Andvari - 01.06.2011, Page 12
10 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI þær hugmyndir sem ríkjandi eru í samtímanum um lýðræði, mannréttindi og skipan samfélagsins og veita möguleika á að raungera þær formlegu reglur sem settar eru. Frumvarp stjórnlagaráðs er ekkert byltingarplagg, fjölmargt er þar í sama anda og jafnvel óbreytt frá núgildandi stjórnarskrá. En ef ekki kæmu hér fram hugmyndir og viðhorf úr samtímaumræðu, eftir efnahags- hrun sem veikt hefur til muna trú manna á valdastofnanir samfélagsins, væri einfaldlega engin ástæða til að setja saman nýtt frumvarp. Eins og fyrr var drepið á eru stjórnarskrár með tvennum hætti: Annars vegar grundvallarreglur um mannréttindi borgaranna, hins vegar uppdráttur að skipan þjóðfélagsins. Stjórnarskrá Bandaríkjanna er dæmi um það fyrr- nefnda. Sagt er að Bandaríkjamenn hafi fyrst orðið þjóð er þeir fengu stjórnarskrána. Enda hafa þeir hana í miklum hávegum og vísa oft til hennar, miklu oftar en okkur er tamt. Stjórnarskrár Evrópuþjóða gegna ekki slíku hlutverki sem tíðkast vestanhafs, en engu að síður hafa þær grundvallarreglur um frelsi einstaklingsins sem stjórnarskrárfeður Bandaríkjanna settu haft mikil áhrif um allan heim. Hinum klassísku grunngildum á auðvitað ekki að hverfa frá, en um leið þarf að bregðast við nýjum tímum með sterkri kröfu um meira lýðræði, betri möguleika fólksins á að taka til sín það vald sem frá því er runnið. Alþingi hefur nú fengið frumvarp stjórnlagaráðs til meðferðar. Það er óraunhæf hugmynd hjá ýmsum stjórnlagaráðsmönnum að frumvarpið verði lagt undir þjóðaratkvæði óbreytt. Aþingi hlýtur að fjalla um það og gera á því breytingar. Síðan á það að fara undir dóm þjóðarinnar. Auðvitað er líka hugsanlegt, í ljósi aðdragandans, að á Alþingi verði ofan á að stinga plagg- inu undir stól eins og sumir hafa spáð. Það væri illa farið. En undir þeim stóli getur það ekki legið til lengdar. Það þarf að endurskoða stjórnarskrána og fjölmargt í tillögum stjórnlagaráðs er ótvírætt til bóta þótt annað orki tvímælis. Fólkið í ráðinu hefur greinilega unnið starf sitt af miklum áhuga, alúð og heilindum. Frumvarp til stjórnskipunarlaga er því merkisplagg sem á skilið gaumgæfilega skoðun og umræður, bæði á Alþingi og almennt meðal þjóðarinnar, en fyrir hana og í nafni hennar er þetta verk unnið. Gunnar Stefánsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.