Andvari - 01.06.2011, Síða 12
10
GUNNAR STEFÁNSSON
ANDVARI
þær hugmyndir sem ríkjandi eru í samtímanum um lýðræði, mannréttindi og
skipan samfélagsins og veita möguleika á að raungera þær formlegu reglur
sem settar eru. Frumvarp stjórnlagaráðs er ekkert byltingarplagg, fjölmargt
er þar í sama anda og jafnvel óbreytt frá núgildandi stjórnarskrá. En ef ekki
kæmu hér fram hugmyndir og viðhorf úr samtímaumræðu, eftir efnahags-
hrun sem veikt hefur til muna trú manna á valdastofnanir samfélagsins, væri
einfaldlega engin ástæða til að setja saman nýtt frumvarp.
Eins og fyrr var drepið á eru stjórnarskrár með tvennum hætti: Annars
vegar grundvallarreglur um mannréttindi borgaranna, hins vegar uppdráttur
að skipan þjóðfélagsins. Stjórnarskrá Bandaríkjanna er dæmi um það fyrr-
nefnda. Sagt er að Bandaríkjamenn hafi fyrst orðið þjóð er þeir fengu
stjórnarskrána. Enda hafa þeir hana í miklum hávegum og vísa oft til hennar,
miklu oftar en okkur er tamt. Stjórnarskrár Evrópuþjóða gegna ekki slíku
hlutverki sem tíðkast vestanhafs, en engu að síður hafa þær grundvallarreglur
um frelsi einstaklingsins sem stjórnarskrárfeður Bandaríkjanna settu haft
mikil áhrif um allan heim. Hinum klassísku grunngildum á auðvitað ekki að
hverfa frá, en um leið þarf að bregðast við nýjum tímum með sterkri kröfu
um meira lýðræði, betri möguleika fólksins á að taka til sín það vald sem frá
því er runnið.
Alþingi hefur nú fengið frumvarp stjórnlagaráðs til meðferðar. Það er
óraunhæf hugmynd hjá ýmsum stjórnlagaráðsmönnum að frumvarpið verði
lagt undir þjóðaratkvæði óbreytt. Aþingi hlýtur að fjalla um það og gera á
því breytingar. Síðan á það að fara undir dóm þjóðarinnar. Auðvitað er líka
hugsanlegt, í ljósi aðdragandans, að á Alþingi verði ofan á að stinga plagg-
inu undir stól eins og sumir hafa spáð. Það væri illa farið. En undir þeim
stóli getur það ekki legið til lengdar. Það þarf að endurskoða stjórnarskrána
og fjölmargt í tillögum stjórnlagaráðs er ótvírætt til bóta þótt annað orki
tvímælis. Fólkið í ráðinu hefur greinilega unnið starf sitt af miklum áhuga,
alúð og heilindum. Frumvarp til stjórnskipunarlaga er því merkisplagg sem á
skilið gaumgæfilega skoðun og umræður, bæði á Alþingi og almennt meðal
þjóðarinnar, en fyrir hana og í nafni hennar er þetta verk unnið.
Gunnar Stefánsson