Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.2011, Side 16

Andvari - 01.06.2011, Side 16
14 GUÐRÚN KVARAN ANDVARI Nám á Islandi Af frásögnum Jakobs er ljóst að á Fjalli var mikið menningarheimili.3 Þar var meira af bókum en á flestum bæjum og söngur og tónlist í hávegum höfð. Heima lærði Jakob því að meta bæði bækur og tónlist og sú heimanfylgja reyndist honum hollt vegarnesti. Hann las allt sem hann náði í en þó einkum íslendingasögur sem hann lærði sumar nánast utan bókar. Benedikt vildi að eldri sonurinn menntaðist, eins ✓ og oft var vaninn á þeim tíma, og sagði honum til sjálfur í upphafi. I Seyluhreppi var ekki skóli á þessum árum og varð því að leita fyrir hann kennslu hjá öðrum sem tóku slíkt að sér. Fyrstu tilsögnina fékk hann frá föður sínum en séra Tryggvi Kvaran, sem þjónaði Mælifelli á æskuárum Jakobs, sagði honum til í ensku og dönsku. Séra Hálfdan Guðjónsson á Sauðárkróki las með honum undir próf í fyrsta bekk Gagnfræðaskólans á Akureyri vorið 1921. Hann sat síðan nokkrar vikur í þriðja bekk 1922 og tók gagnfræðapróf utan skóla. Ekki varð af frekari skólagöngu það árið og hjálpaði Jakob foreldrum sínum við bústörfin ásamt systkinum sínum. Haustið 1923 fékk hann tækifæri til að setjast í fjórða bekk Menntaskólans í Reykjavík og var það eini veturinn sem hann gat setið samfellt á skólabekk. Næstu tilsögn fékk hann heima í Skagafirði hjá séra Hallgrími Thorlacius, presti í Glaumbæ, veturinn 1924-1925 og tók síðan stúdentspróf utan skóla vorið 1926 með svo góðum árangri að hann hlaut fjögurra ára náms- styrk sem gerði honum kleift að sigla utan til framhaldsnáms. Þó hafði hann unnið fyrir sér síðasta menntaskólaveturinn sem heimilis- kennari hjá Jóhannesi Reykdal í Hafnarfirði.4 Þar var nokkuð gott bókasafn, einkum með bókum eftir skandinavíska höfunda og sagðist Jakob í viðtali hafa lesið „frá upphafi til enda safnrit norskra og sænskra höfunda, sem þar voru til. Af þessu hafði ég mikla skemmtun og reyndar ekki svo lítinn lærdóm“.5 Heima á Fjalli fékk Jakob einnig tilsögn hjá föður sínum í orgelleik en Benedikt var sjálfur organisti í Víðimýrarkirkju. Þetta voru fyrstu kynni Jakobs af tónlist en hann var afar tónelskur maður eins og síðar verður minnst á. A heimaslóðum í Skagafirði lærði hann einnig að meta söng, en þar ríkti og ríkir enn mikil sönghefð. Sönggleðin fylgdi honum til æviloka og ósjaldan tók hann lagið og spilaði undir á píanó í hópi góðra vina og kunningja. Halldór Laxness hafði þessi orð um Jakob fimmtugan:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.