Andvari - 01.06.2011, Page 16
14
GUÐRÚN KVARAN
ANDVARI
Nám á Islandi
Af frásögnum Jakobs er ljóst að á Fjalli var mikið menningarheimili.3
Þar var meira af bókum en á flestum bæjum og söngur og tónlist í
hávegum höfð. Heima lærði Jakob því að meta bæði bækur og tónlist
og sú heimanfylgja reyndist honum hollt vegarnesti. Hann las allt
sem hann náði í en þó einkum íslendingasögur sem hann lærði sumar
nánast utan bókar. Benedikt vildi að eldri sonurinn menntaðist, eins
✓
og oft var vaninn á þeim tíma, og sagði honum til sjálfur í upphafi. I
Seyluhreppi var ekki skóli á þessum árum og varð því að leita fyrir
hann kennslu hjá öðrum sem tóku slíkt að sér. Fyrstu tilsögnina fékk
hann frá föður sínum en séra Tryggvi Kvaran, sem þjónaði Mælifelli
á æskuárum Jakobs, sagði honum til í ensku og dönsku. Séra Hálfdan
Guðjónsson á Sauðárkróki las með honum undir próf í fyrsta bekk
Gagnfræðaskólans á Akureyri vorið 1921. Hann sat síðan nokkrar
vikur í þriðja bekk 1922 og tók gagnfræðapróf utan skóla. Ekki varð
af frekari skólagöngu það árið og hjálpaði Jakob foreldrum sínum við
bústörfin ásamt systkinum sínum. Haustið 1923 fékk hann tækifæri
til að setjast í fjórða bekk Menntaskólans í Reykjavík og var það
eini veturinn sem hann gat setið samfellt á skólabekk. Næstu tilsögn
fékk hann heima í Skagafirði hjá séra Hallgrími Thorlacius, presti í
Glaumbæ, veturinn 1924-1925 og tók síðan stúdentspróf utan skóla
vorið 1926 með svo góðum árangri að hann hlaut fjögurra ára náms-
styrk sem gerði honum kleift að sigla utan til framhaldsnáms. Þó
hafði hann unnið fyrir sér síðasta menntaskólaveturinn sem heimilis-
kennari hjá Jóhannesi Reykdal í Hafnarfirði.4 Þar var nokkuð gott
bókasafn, einkum með bókum eftir skandinavíska höfunda og sagðist
Jakob í viðtali hafa lesið „frá upphafi til enda safnrit norskra og
sænskra höfunda, sem þar voru til. Af þessu hafði ég mikla skemmtun
og reyndar ekki svo lítinn lærdóm“.5
Heima á Fjalli fékk Jakob einnig tilsögn hjá föður sínum í orgelleik
en Benedikt var sjálfur organisti í Víðimýrarkirkju. Þetta voru fyrstu
kynni Jakobs af tónlist en hann var afar tónelskur maður eins og síðar
verður minnst á. A heimaslóðum í Skagafirði lærði hann einnig að meta
söng, en þar ríkti og ríkir enn mikil sönghefð. Sönggleðin fylgdi honum
til æviloka og ósjaldan tók hann lagið og spilaði undir á píanó í hópi
góðra vina og kunningja.
Halldór Laxness hafði þessi orð um Jakob fimmtugan: