Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.2011, Side 22

Andvari - 01.06.2011, Side 22
20 GUÐRÚN KVARAN ANDVARI og 1934 virtist áhugi á stjórnmálum dofna, helstu ræðuskörungarnir voru farnir heim aftur og helstu málefni margrædd og í raun útrædd. Stríðið breytti einnig miklu og var vegna sambandsleysis við Island ekki unnt að fjalla um þau mál sem efst voru þar á baugi. Menningarþátturinn hélst frá upphafi þótt aðeins hefði dregið úr honum þegar stjórnmálaáhuginn var sem mestur. Félagar í Stúdenta- félaginu héldu erindi og nefnir Jakob þar sérstaklega Jón Helgason og Finn Jónsson, og ýmsir góðir gestir töluðu hjá félaginu. Þar nefnir Jakob Árna Pálsson prófessor, Davíð Stefánsson skáld, Kristin E. Andrésson, Kristján Albertsson, Sigurð Nordal og Þórberg Þórðarson. Eins lásu skáld úr verkum sínum, m.a. Guðmundur Kamban, Gunnar Gunnarsson og Halldór Laxness. Ekki nefnir Jakob sjálfan sig sem fyrirlesara þótt vitað sé að hann var þeirra á meðal eins og sjá má m.a. af skrifum Guðmundar Arnlaugssonar, síðar menntaskólakennara, dósents og fyrsta rektors Menntaskólans við Hamrahlíð. Hann var samtímis Jakobi í Kaupmannahöfn og nam raungreinar. Hann skrifaði grein í fyrsta árgang Fróns um félagsmál íslendinga erlendis og er áhugavert að lesa hvað hann segir um fundi íslendingafélagsins og þátt þeirra Jakobs og Jóns Helgasonar í starfi þess: f vetur er leið og aftur nú í vetur hefur Stúdentafélagið haldið kvöldvökur með íslenzku efni á hálfsmánaðar fresti, og svo er þetta tímarit sem nú hefur göngu sína einnig af þeim rótum sprottið. Kvöldvökurnar, sem tveir menn hafa annazt frá upphafi, þeir Jón Helgason prófessor og ritstjóri þessa tíinarits, hafa verið á þann veg úr garði gerðar að hver þeirra hefur verið byggð upp um eitthvert ákveðið efni. Sem dæmi um efnisval má nefna: Bessastaðir, Sjósókn og sigl- ingar, í óbyggðum, íslendingar í Vesturheimi. Framsögumaður kvöldvökunnar safnar sem fjölbreyttustum lesköflum um efnið úr íslenzkum bókum, og á sjálfri kvöldvökunni eru þeir lesnir upp, skýrðir og tengdir saman af framsögu- manni. Að jafnaði hafa og verið valdir söngvar sem á einhvern hátt snerta efni kvöldvökunnar. Eru söngvar þessir fjölritaðir og sungnir á milli þátta. Gestir kvöldvökunnar kynnast þannig bókmenntum og sögu landsins á auðveldan og ánægjulegan hátt, læra ný og gömul ljóð undir nýjum og gömlum lögum, dvelja eina kvöldstund í samvist við landa sína og þau mál sem eru sameign allra íslendinga eða ættu að vera. Hið frjálsa og óþvingaða form kvöldvökunnar gerir hana að skörpu menningarvopni í höndum fróðra og hugkvæmra manna. Hefur stúdentafélagið í Höfn verið óvenju heppið að eiga þá Jón og Jakob að, enda óvíst hvort ráðizt hefði verið í kvöldvökurnar ella.11 Þrátt fyrir annasöm störf hefur Jakob gefið sér tíma til að standa að kvöldvökum Islendingafélagsins ásamt Jóni Helgasyni. Þeim varð strax
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.