Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.2011, Side 23

Andvari - 01.06.2011, Side 23
andvari JAKOB BENEDIKTSSON 21 vel til vina og hélst sú vinátta á meðan báðir lifðu. í minningargrein um Jón látinn fórust Jakobi svo orð: Ungur kynntist ég Jóni Helgasyni og varð heimagangur hjá þeim hjónum í nærfellt 20 ár. ... Jóni Helgasyni á ég öðrum fremur að þakka að ég fór að hnýsast í íslensk fræði. Hann otaði mér út í mörg þau verkefni sem ég fékkst við árum saman, og af engum manni hef ég meira lært, enda þótt aldrei væri hann kennari minn í eiginlegum skilningi. En þau ár sem ég sat hið næsta honum á Árnasafni urðu mér allri skólavist betri. En mest var um það vert að öðlast vináttu hans ævilangt.12 Solveig, dóttir Jóns Helgasonar, lýsir þessum vinum afar vel í minningar- grein um Jakob: Ég held þeir hafi aldrei orðið ósáttir um neitt, og hafi það verið, þá varð þeim að minnsta kosti aldrei sundurorða. Má kannski telja það meira Jakobi til tekna en pabba, sem átti það til að vera örgeðja. En eitt aðaleinkenni Jakobs var hvað hann var seinn til illinda. Gagnkvæm virðing þeirra hvor fyrir öðrum var óhagganleg. Alltaf voru þeir fullkomlega óþvingaðir saman og fölskvalausir, en unr leið voru þeir skemmtilega ólíkir menn. Ekki einungis á Árnasafni unnu þeir að fræðagrúski saman allan guðslangan daginn, heldur gáfu þeir um tíma út tímaritið Frón saman og deildu milli sín upplestrunum á kvöldvökum stúd- entafélagsins í Höfn öll stríðsárin.13 Jakob hafði vissulega frá upphafi áhuga á íslenskum fræðum. Hann taldi Jón Helgason kennara sinn og leiðbeinanda og það var fyrir hans tilstilli að Jakob sneri sér eftir próf æ meira að íslenskum fræðum þótt hann hefði nálgast þau upphaflega með latneska texta íslenskra manna í huga.14 Arið 1943 hóf Félag íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn að gefa út tímaritið Frón og tók Jakob að sér ritstjórn þess. Ástæða þess að farið var út í útgáfuna var einkum sú að eftir að sambandið við Island rofnaði í stríðinu áttu íslendingar á meginlandinu þess ekki kost að fylgjast með nýjum bókmenntum og höfðu ekki heldur tækifæri til að birta frumsamið efni á íslensku. Boðsbréf var sent út þar sem ritið var kynnt og þess getið að einn tilgangur með útgáfu þess væri að ráða bót á þessum skorti. Félagið fékk styrk úr ríkissjóði til útgáfunnar og setti sér það markmið að gera ritið sem best úr garði og selja það ekki dýrt. I skrifum ritstjórans til lesenda Fróns voru allir Islendingar hvattir til að auka útbreiðslu ritsins og kaupendafjölda eftir megni. Á útgáfuárinu 1943 átti íslendingafélagið fimmtíu ára afmæli og er þess minnst í ntinu með tveimur greinum en tekið er fram í formála ritstjóra að því
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.