Andvari - 01.06.2011, Page 24
22
GUÐRÚN KVARAN
ANDVARI
sé ekki ætlað að vera „málgagn Stúdentafélagsins eða stúdenta yfirleitt,
heldur á það að vera miðað við alla þá íslendinga sem erlendis dvelja.“
Ritið átti að vera hlutlaust í stjórnmálum, „enda eru tíðindi þau sem
berast frá íslandi of fáorð og óljós til þess að hægt sé að ræða íslenzk
stjórnmál á viðeigandi hátt.“15
Ætlunin var að fjögur hefti kæmu út árlega og gekk það eftir í tvö ár.
Fyrsta hefti þriðja árs kom út í mars 1945 og var aftan á kápu boðað
annað hefti í júní og auglýst eftir efni fyrir 15. maí. Af einhverjum
ástæðum kom það ekki út og var útgáfu hætt. Ef til vill var þörfin ekki
lengur hin sama. Stríðinu var lokið, Island orðið sjálfstætt ríki, samband
þess við umheiminn annað en í upphafi árs 1943 og margir íslendingar,
sem orðið höfðu innlyksa í Kaupmannahöfn á stríðsárunum, héldu nú
heim.
Ef litið er yfir efni heftanna níu vekur athygli hversu margar greinar
eru eftir þá Jakob og Jón Helgason sem reyndar birti þar einnig kvæði.
Svo virðist sem þeir á þessum árum hafi flutt efni á kvöldvökunum
nokkuð reglulega sem þeir síðan birtu í Fróni og voru þeir þó báðir
önnum kafnir við dagleg verkefni sín. Jakob á grein í hverju hefti,
stundum fleiri en eina, og var ritstjóri allt til loka.
Kvöldvökur stúdentafélagsins hófust haustið 1941. Þeir Jakob og Jón
birtu yfirlit yfir efni þeirra í fjórða hefti fyrsta árgangs Fróns16 og má
þar sjá að alls voru þær 25 á árunum 1941 til 1943 og af þeim flutti
Jakob tíu erindi og tvö að auki með Jóni. Allur undirbúningur var
endurgjaldslaus og ekki var krafist aðgangseyris en félagið hafði fengið
styrk til starfseminnar. í yfirlitinu er birtur gestafjöldi á hverju kvöldi
og má af þeim tölum sjá að kvöldvökurnar voru yfirleitt mjög vel sóttar.
A annað hundrað manns þegar fjölmennast var.
Mikill metnaður var greinilega lagður í Frón, efni var fjölbreytt og
frágangur allur vandaður. Ymsir lögðu ritinu lið með góðum greinum
eða skáldskap, bæði í bundnu og óbundnu máli. Öll vinna við ritið var
án endurgjalds og hefur eljusemi Jakobs verið með ólíkindum því að
ýmislegt gerði hann fleira á þessum árum.
Fyrstu þýdingar Jakobs á verkum Halldórs Laxness
Þegar 1935 kom út fyrsta þýðing Jakobs á skáldverki eftir Halldór
Laxness. Það var Frie mœnd en bókin Sjálfstœtt fólk (fyrra bindi) kom