Andvari - 01.06.2011, Side 31
andvari
JAKOB BENEDIKTSSON
29
Jakob segir frá skemmtilegu atviki sem ef til vill ýtti undir hann
að taka tilboði Kristins. Hann fékk boð frá Jónasi frá Hriflu, þegar
hann var í sumarleyfi á íslandi 1939, hvort hann vildi taka að sér for-
stjórastöðu nýs útgáfufyrirtækis Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins
sem hann væri að setja á laggirnar til höfuðs Máli og menningu. Jakob
tók ekki boðinu en skemmti sér yfir þessari tilraun Jónasar með þeim
Kristni og Halldóri Laxness.
Næst hitti Jakob Kristin í Kaupmannahöfn 1945 þegar sá síðar-
nefndi var þar í erindum sem þingmaður til viðræðna við dönsk
stjórnvöld. Jakob mundi ekki hvort Kristinn hefði þá minnst á afleys-
inguna en það gerði hann hins vegar í bréfum næsta vetur. Ur varð
að Jakob óskaði eftir ársleyfi frá störfum í Höfn og þau hjón héldu til
Islands sumarið 1946. Grethe mun hafa kviðið því mjög að flytja frá
Danmörku frá föður sínum og systur þótt hún þekkti Island nú heldur
betur en í brúðkaupsferðinni. Hún hafði lesið íslensku hjá Sigfúsi
Blöndal og náð góðum tökum á málinu þannig að það var henni engin
hindrun.
Jakob átti bæði að sjá um útgáfumál Máls og menningar og tíma-
ritið. Starfsmenn voru fáir, í raun aðeins tveir menn. Annar var Ólafur
Eiríksson, sem sá um bókabúð félagsins, en hinn Einar Andrésson,
bróðir Kristins, sem sá um öll samskipti við félagsmenn og annaðist
bóksölu. Verið var að reisa Hólaprentsmiðju í Þingholtunum og margt
var á döfinni í útgáfumálum. Á sama tíma var vaxandi samkeppni í
útgáfu bóka og fjársterkari félög áttu auðveldar með að ná í bækur til
útgáfu og til nýrra höfunda. Félagsgjöldum Máls og menningar hafði
frá upphafi verið haldið í lágmarki og félagið því ekki fjársterkt. Jakob
skrifaði:
Vitaskuld var það mikil bjartsýni, að ég ekki segi glannaskapur, af mér að
taka tilboði Kristins um að leysa hann af hólmi. En Kristinn bjó yfir meiri
sannfæringarkrafti en aðrir menn. Ég hafði að vísu nokkra reynslu af því að
umgangast prentsmiðjur og lesa prófarkir, ásamt ritstjórn Fróns á stríðsár-
unum í Kaupmannahöfn, og má vera að Kristinn hafi helst talið mér það til
gildis. Hinsvegar var ég orðinn ófróður um flesta hluti hér heima eftir tuttugu
ára dvöl í Kaupmannahöfn og algert sambandsleysi stríðsáranna. Auk þess
hafði ég hvorki þá né síðar neitt vit á fjármálum eða bókhaldi. í þeim punkti
var ég reyndar ekki með öllu fjarlægur stofnendum Máls og menningar, en
um þá lét Kristinn svo um mælt löngu síðar: „Ætli við höfum kunnað nóg í
reikningi."32