Andvari

Volume

Andvari - 01.06.2011, Page 32

Andvari - 01.06.2011, Page 32
30 GUÐRÚN KVARAN ANDVARI Kristinn var heima fyrsta misseri Jakobs og gat gefið góð ráð og sömu- leiðis reyndist Einar Andrésson betri en enginn. En róðurinn var ekki léttur. Gjaldeyrishöft voru tekin upp 1947 og gjaldeyrir naumt skammt- aður. Bækur Máls og menningar voru prentaðar í stóru upplagi en prentsmiðjur áttu erfitt með að afla gjaldeyris til pappírskaupa og vildu helst ekki prenta nema félagið legði til pappír. Gjaldeyrishömlurnar komu einnig niður á kaupum erlendra bóka fyrir bókabúðina, íslenskir bóksalar misstu lánstraust og urðu að staðgreiða pantanir. Undarlegt verðlagseftirlit var einnig í gildi um bækur. Telja átti allan beinan kostnað við framleiðslu bókar, tvöfalda þá upphæð og deila í útkomuna með eintakafjöldanum. Þá fékkst verð bókarinnar. Eins og Jakob bendir á í greininni seldust bækur sjaldan upp og var þetta fyrirkomulag útgef- endum afar óhagstætt. Það var því ekki létt verk sem Jakob tók að sér þann tíma sem hann leysti Kristin af. Ekki var þó allt amstur og streð og virðist Jakob hafa haft ánægju af samskiptum við höfunda og þýðendur og margir þeirra urðu góðir vinir hans. I viðtali við Þjóðviljann í til- efni afmælis Máls og menningar rifjaði hann upp þær bækur sem hann átti beinan þátt í að gefnar yrðu út á þeim tíma sem hann var fram- kvæmdastjóri. Önnur var Ljóðfrá ýmsum löndum, þýðingar Magnúsar Asgeirssonar á erlendum ljóðum, hin var Úr landsuðri, ljóðabók Jóns Helgasonar, önnur prentun með úrfellingum og viðaukum. Annars var búið að ákveða útgáfu félagsins fram í tímann þegar Jakob tók við.33 Um árabil skrifaði Jakob reglulega í tímarit félagsins, beittar ritstjórnar- greinar, ritdóma, eftirmæli og styttri fræðigreinar. Það teygðist úr afleysingartímanum. Kristinn veiktist alvarlega erlendis og kom ekki til landsins fyrr en 1948. Jakob hafði þá þegar fengið stöðu forstöðumanns Orðabókar Háskólans og sagt upp bóka- varðarstöðu sinni í Kaupmannahöfn. Hann var þó staðgengill Kristins þar til hann gat aftur tekið við framkvæmdastjórastöðunni. Jakob varð þegar frá fyrsta hefti Tímaritsins árið 1947 ritstjóri ásamt Kristni til 1970 en eftir það og til 1975 með Sigfúsi Daðasyni. Hann sat óslitið í stjórn Máls og menningar frá 1946, varð varaformaður 1948, gegndi því embætti í um 40 ár og sat í stjórn fram undir andlátið. Mál og menning kunni vel að meta framlag Jakobs í þágu félagsins. Kristinn E. Andrésson var framkvæmdastjóri til 1971 en þá tók Sigfús Daðason við starfinu og gegndi því til 1973. Þá tók Þröstur Ólafsson við framkvæmdastjórastöðunni og Sigfús varð útgáfustjóri. Vegna ágreinings innan félagsins hvarf Sigfús frá Máli og menningu 1975 og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.