Andvari - 01.06.2011, Side 34
32
GUÐRÚN KVARAN
ANDVARI
greinargerð um handritið og hvernig að útgáfunni var staðið. Á eftir
inngangi er stuttur kafli eftir Guðmund, Nosce te ipsum (Þekktu sjálfan
þigj, en síðan fylgir stafrétt útgáfa af Discursus eftir handritinu Ny kgl.
Saml. 1942 4°. Þar á eftir birtir Jakob bréf og skjöl sem tengjast máli
Guðmundar en hann var leiddur fyrir rétt og dæmdur fyrir Discursus og
settur í Bláturn í Kaupmannahöfn. Síðar var hann náðaður, mest fyrir
orð Ole Worms, og fékk inni í Kaupmannahafnarháskóla en annars er
lítið vitað um ævi hans eftir að hann slapp úr Bláturni. Hann samdi þó
íslensk-latneska orðabók á árunum 1650-1654, sem síðar verður getið.
Annað verk frá þessu ári er útgáfan á bréfaskiptum Ole Worms við
íslendinga sem gefið var út í sjöunda bindi í ritröðinni Bibliotheca
Arnamagnœana. Þetta er mikið verk en bréfritarar voru alls 21 og
voru bréfin gefin út stafrétt. Meðal bréfritara voru Arngrímur Jónsson,
Brynjólfur Sveinsson, Gísli Magnússon, Guðmundur Andrésson, Run-
ólfur Jónsson og Þorlákur Skúlason. Útgáfunni fylgir rækilegur formáli
þar sem m.a. er lögð áhersla á mikilvægi Worms í tengslum við rann-
sóknir á íslenskum fornbókmenntum.
Þriðja útgáfan frá þessu ári er lýsing Nic Langes á ferð hans til
Geysis og Þingvalla 1836.
I minningargreininni um Jón Helgason, sem áður hefur verið minnst
á, kemur fram hjá Jakobi að Jón muni þegar hafa haft áætlanir um
frekari útgáfu latínutexta þegar Jakob var að leggja síðustu hönd á
bréfaskipti Ole Worms og Islendinga:
En um það leyti sem þeirri útgáfu var að ljúka lagði Jón til að gefin yrðu út öll
latínurit Arngríms með inngangi og skýringum. Ekki man ég til þess að hann
hafi minnst á það áður, en þó grunar mig að hann hafi lengi að því stefnt. Víst
er að hann hugsaði oft langt fram í tímann og lagði niður fyrir sér verk sem
þyrfti að vinna.38
Jakob fór að tillögum Jóns og á árunum 1950 til 1952 birtust í þremur
bindum útgáfur hans á ritum Arngríms Jónssonar lærða í ritröðinni
Bibliotheca Arnamagnæana IX-XI.39 Jakob birti þar nýjar útgáfur á
verkum Arngríms eftir handritum og endurprentanir áður útgefinna
rita. Fyrsta bindið kom út 1950 og voru þar gefin út eftirfarandi rit:
Brevis commentarius de Islandia sem upphaflega var gefið út 1593.
Næst er stytt útgáfa af Jómsvíkinga sögu (Historia Jomsburgensium seu
Juliniensum) og síðan Supplementum H, Appendix Historiæ Norvagicæ
de baronibus Orcadensium, Historiæ Norvegicæ, Rerum Danicarum