Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.2011, Side 46

Andvari - 01.06.2011, Side 46
44 GUÐRÚN KVARAN ANDVARI hjá öðrum, ræddu ekki persónuleg mál á Orðabókinni og sjálfsagt ekki utan hennar heldur, en pólitík bar stundum á góma í kaffitímum og voru þeir þá oftast sammála, báðir sannir sósíalistar. Mat Jakobs á Asgeiri kemur afar vel fram í þeim þremur greinum sem hann skrifaði um hann. Sú elsta er frá 1959 í tilefni fimmtugsafmælis Ásgeirs og birtist í Þjóðviljanum 1. nóvember, önnur greinin var í tilefni sjötugsaf- mælis Ásgeirs og birtist hún á afmælisdegi hans 2. nóvember í sama blaði. Síðasta greinin var minningargrein um látinn vin sem birtist í Þjóðviljanum 4. ágúst 1987. Allar greinarnar eru skrifaðar af hlýju til góðs vinar sem hann kunni að meta öðrum mönnum meira. Þeir vinirnir unnu þó lítið saman í fræðunum, ef frá er dregið daglegt starf á Orðabók Háskólans. Þeir skrifuðu þó eina stutta grein í sameiningu sem birtist í tímaritinu Maal og minne 1964 undir heitinu En ny drótt- kvœttstrofe fra Bryggen í Bergen62 en allmikið af merkum heimildum hafði komið í ljós ekki löngu fyrr við fornleifauppgröft þar í borg. Mörgum nútímamanninum þætti starfið á fyrstu áratugum Orða- bókar Háskólans fremur tilbreytingalítið. Það fólst í því að lesa valdar bækur, merkja með mjúkum blýanti við þau orð sem ástæða þótti til að velja og merkja utan um notkunardæmið. Eftir það voru orðin ásamt notkunardæmum skráð á seðla og þeim síðan raðað í stafrófsröð og aldursröð dæma í þar til gerða kassa. Síðar fékkst dálítil fjárveiting til þess að greiða „fólki úti í bæ“ fyrir að skrifa upp úr orðteknum bókum. Jakob sá um öll samskipti við aðstoðarfólkið, tók við bókum og seðlum og greiddi fyrir verkið. Síðan bar hann saman seðla við bókina og raðaði þeim oft eftir fyrsta staf. Ef Orðabókin átti ekki bækurnar, sem merkt hafði verið í, þurfti að stroka merkingarnar út með strokleðri. Á sjöunda áratugnum varð aðeins rýmra um fjárráð og var hægt að ráða aðstoðarfólk til þess að raða seðlum og stúdenta á sumrin til þess að orðtaka bækur, sem Jakob valdi, og stroka út merkingar úr láns- bókum. Betri húsbónda en Jakob var ekki hægt að hugsa sér. Hann kom aðeins seinna til vinnu með strætisvagni ofan úr Stigahlíð, glaðlegur í rykfrakka og með svarta alpahúfu, settist niður inni hjá Ásgeiri, fékk sér í pípu, spjallaði stutta stund, sló úr pípunni í öskubakka á borðinu og síðan hófst vinnudagurinn. Hann leit sjaldan upp frá starfi sínu nema til að svara fyrirspurnum, afgreiða seðlaskrifara, svara í símann. Hann kom því af miklum og tímafrekum verkum. Þegar Jakob hætti gaf hann mér öskubakkann sem hann hafði notað til að slá úr pípunni og mynd af Arngrími Jónssyni lærða. Bakkinn er enn á borði í vinnuherbergi mínu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.