Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.2011, Side 50

Andvari - 01.06.2011, Side 50
48 GUÐRÚN KVARAN ANDVARI var að árið 1963 hafði útvarpsstjóri komið að máli við Jakob og beðið hann um að skipuleggja fyrirlestraröð um íslenska tungu og sögu hennar í Ríkisútvarpinu. Jakob tók þetta að sér og flutti sjálfur erindið Þœttir úr sögu íslenzks orðaforða. Alls urðu erindin átta og aðrir flytjendur voru Hreinn Benediktsson, Jón Aðalsteinn Jónsson, Halldór Halldórsson, Asgeir Blöndal Magnússon og Árni Böðvarsson. Almenna bókafélagið falaðist síðan eftir þáttunum til útgáfu og kom ritið út 1964. Á þeim árum sem Jakob starfaði við Orðabók Háskólans tók hann að sér að vera annar ritstjóri viðbætis við íslensk-danska orðabók sem Sigfús Blöndal og samstarfsmenn hans gáfu út á árunum 1920-1924. Það var stjórn Islenzk-dansks orðabókarsjóðs sem tók þá ákvörðun 1954 að ráðast í þetta verk og réð Jakob ritstjóra ásamt Halldóri Halldórssyni prófessor. Árni Böðvarsson cand. mag. var ráðinn til að annast orðtöku valinna rita. Þegar Árni hafði lokið sínum hluta snemma árs 1958 tóku ritstjórarnir við gögnum frá honum. Þeir bættu talsverðu við af orða- forða, einkum úr nýyrðasöfnum og sérfræðiritum. í formála viðbætisins kemur fram að þeir tóku ekki sérstakt tillit til málvöndunarsjónarmiða, fremur en gert hafði verið í orðabók Blöndals. Jakob sá um dönsku þýðingarnar frá A og aftur í lok F. Þá kom að verkinu um skeið Erik Spnderholm sendikennari og þýddi á dönsku aftur í lok V. Þá var hans sendikennaratíð hérlendis lokið og sá Jakob um að þýða það sem eftir var af stafrófinu. Erik Spnderholm fór síðan yfir allar dönsku þýðing- arnar. Viðbætirinn kom út 1963, sama ár og fyrsta útgáfa íslenskrar orðabókar Menningarsjóðs, og vakti því ef til vill ekki þá athygli sem vert hefði verið.72 Jón Aðalsteinn Jónsson skrifaði ritdóm um viðbætinn í íslenska tungu og fann helst að því sem hann taldi vanta í bókina.73 Alltaf má deila um hvað taka á með í orðabók og höfundum viðbætisins hafði verið þröngur stakkur skorinn þegar í upphafi. Síðasta verkið sem Jakob kom að fyrir Orðabók Háskólans var útgáfa á orðabók Guðmundar Andréssonar sem hann vann að með Gunnlaugi Ingólfssyni orðabókarritstjóra. Hún var fjórða verkið í röðinni Orðfræðirit fyrri alda74 en í þeirri röð voru veigamiklar eldri orðabækur endurútgefnar. Gunnlaugur gerði í formála grein fyrir þætti Jakobs í vinnunni en hann var sá að Jakob las textann yfir, þegar hann hafði verið sleginn inn, leiðrétti ýmsar auðsæilegar villur og tók til greina leiðréttingar í leiðréttingaskrá upphaflegu prentunarinnar (Errata Typographica). Gunnlaugur bar þá textann saman við hand-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.