Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.2011, Side 52

Andvari - 01.06.2011, Side 52
50 GUÐRÚN KVARAN ANDVARI Hafnarárum sínum en ekki haft greiðan aðgang að því þar sem hand- ritin hefðu verið lokuð inni í öruggri geymslu á stríðsárunum.77 Er mjög líklegt að þeir vinirnir hafi rætt þetta merkilega orðabókarverk og nytsemi þess. Jón Ólafsson fékk snemma áhuga á orðabókargerð. Hann varð eins og kunnugt er ritari Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn og síðar styrkþegi Árnanefndar eftir að Árni féll frá. Talið er að hann hafi byrjað verkið skömmu eftir 1730 og átt við það til dánardægurs 1779. Hann safnaði ekki á seðla heldur skrifaði á blöð orð sem komu upp í hugann og byrjaði á sérhljóðunum. Hann komst fljótlega í þrot með rúm innan stafrófsraðarinnar er orðum og ýmsum fróðleikskornum skaut upp í hugann. Þá skrifaði hann á spássíur, milli lína og hvar sem auðan blett var að finna, jafnvel á síðustu árunum á seðla sem hann lagði inn í bindin. Skýringar Jóns eru langflestar á latínu, eins og venja var til á þeim tíma, en víða grípur Jón til dönsku og íslensku ef honum finnst latínan ein ekki nægja. Handritið er mjög óárennilegt og erfitt að finna í því það sem að er leitað. Það er illlæsilegt öðrum en þeim sem eru vel læsir á skrift Jóns. í áður nefndum fyrirlestri sagði Jakob frá glímunni við orðabókar- handritið. Það lýsir vel hógværð hans að hann notaði nær ávallt „við orðabókarmenn“ þegar hann lýsti vinnubrögðum þeim sem þurfti til verksins sem hann vann þó einn. Að vísu bætti hann við: „Að sjálf orðtakan lenti á mér, kom einfaldlega til af því að ég kunni meira í latínu en félagar mínir og var líklega heldur vanari að lesa 18. aldar skrift.“ Hann sagðist hafa unnið við handritið í ígripum í mörg ár og reynt að skrifa eitthvað á hverjum degi, „enda þurfti ég alltaf ýmsu öðru að sinna, og í það fór reyndar mestur vinnutími minn.“78 Jakob skrifaði eða vélritaði á seðla allar flettur og undirflettur og er áætlað að seðlarnir séu um 50.000 en einstök orð rúmlega 40.300. Þarna opnaði Jakob orðabókarmönnum og fræðimönnum öllum leið inn í orðaforða og mál 18. aldar. Handritið hefur að geyma mikinn orðaforða, ekki aðeins úr eldri og yngri ritum, heldur einnig úr mæltu máli, og mikinn fjölda dæma um orðasambönd og talshætti.79 Rétt er að geta þess hér að í árslok 1993 var stofnað félagið Góðvinir Grunnavíkur-Jóns sem hefur það að markmiði að breyta þeirri mynd sem menn lengi höfðu haft af Jóni Ólafssyni úr Grunnavík og er það ætlun félagsins að standa vörð um fræðimannsheiður hans með því að kynna hann, æviferil hans og störf. Jakobi var boðið að gerast
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.