Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.2011, Side 62

Andvari - 01.06.2011, Side 62
60 GUÐRÚN KVARAN ANDVARI Nýyrði getur verið klaufalegt og verra en orð af erlendum stofni. Og ekki er raunhæft að gera þá kröfu að strangsérfræðileg hugtök - segjum um flókin fyrirbrigði í eðlis- og efnafræði - séu alltaf íslenskuð, þau hafa svo litla þýð- ingu fyrir málið í heild. Hvarvetna í veröldinni er til sérfræði og sérfræðiheiti sem þarf svo mikla fagþekkingu til að skilja og nota að orðafar þar skiptir almenning engu. Og þá ekki heldur tunguna í heild. En viðhorfið hlýtur að vera allt annað, strax og komið er að efnum sem almenning snerta. Þar verða nýt heiti að vera aðgengileg og svara kröfum tungunnar. Jakob taldi enga hættu stafa af ensku, til þess væri munurinn á þessum tveimur málum of mikill. Meira máli skipti að breikka ekki bilið milli íslensks ritmáls og talmáls en bil muni alltaf vera þar sem enginn tali eins og hann skrifar. Ekki hafa heldur allir tekið undir þessa skoðun Jakobs á nýyrðasmíði fremur en áður um „rétt“ mál og „rangt“. Jakob birti stutta grein í Sprák i Norden 197495 sem fjallaði um málnotkun í íslensku útvarpi og sjónvarpi. Önnur grein um vandamál í íslenskri málrækt birtist í sama riti96 1977 og var að stofni til fyrir- lestur á ársþingi norrænna málnefnda. Stutt var þá eftir af setu hans í stjórn Islenskrar málnefndar og þegar henni lauk sneri hann sér alfarið að öðrum viðfangsefnum. Afskipti af stjórnmálum og félagsstörfum Jakob var ætíð sósíalisti en skipti sér lítið af stjórnmálum beint. Þegar hann kom til landsins var nýsköpunarstjórn Olafs Thors við völd og var Jakob skipaður formaður útvarpsráðs 1946. Þeirri stöðu gegndi hann til 1949 en útvarpsráð var eins og kunnugt er pólitískt skipað. Mestallan þann tíma var Jakob í minni hluta í ráðinu þar sem nýsköpunarstjórnin féll skömmu eftir að Brynjólfur Bjarnason menntamálaráðherra skipaði Jakob formann. Atti hann litla samleið með öðrum í ráðinu nema helst Ólafi Jóhannessyni, fulltrúa Framsóknarflokksins. Jakob skrifaði fáeinar greinar í Tímarit Máls og menningar um stjórnmál en annað um þau mál er ekki að finna í ritaskrá hans. í desemberhefti 1946 birtist grein undir heitinu Nýi sáttmáli97 Vísar hann til samnings við Bandaríkjamenn um að þeir einir fái afnot af Keflavíkurflugvelli. Honum var greinilega þungt niðri fyrir enda ein- dreginn herstöðvarandstæðingur alla tíð.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.