Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.2011, Side 64

Andvari - 01.06.2011, Side 64
62 GUÐRÚN KVARAN ANDVARI til neins hróss, en þó finnst mér það ekki með öllu illt. Mér hefur nefnilega oft sýnzt, að alls konar félagsmálastúss éti tíma manna í alltof ríkum mæli og að sumir hefðu vel getað varið tómstundum sínum til þarflegri hluta.101 Ekki tækju allir undir þessi orð Jakobs um lélega félagsstjórn. Þegar hefur verið minnst á að Félags stúdenta í Kaupmannahöfn gerði hann að heiðursfélaga og sama gerði Mál og menning fyrir áratuga farsælt starf hans sem stjórnarmaður félagsins. A Hafnarárunum var Jakob bæði í stjórn Dansk-islandsk Samfund og Samfund til udgivelse af gammel nordisk litteratur. í stjórn hins fyrra hafði hann verið kjörinn 1943 og hins síðara 1944 en hætti í báðum 1946 þegar hann fluttist heim til Islands. Jakob var í útgáfunefnd Rímnafélagsins frá stofnun þess ásamt Birni K. Þórólfssyni og Finni Sigmundssyni. A vegum félagsins gaf hann út Persíus rímur eftir Guðmund Andrésson og sömuleiðis Bellerofontis rímur. Komu þær út í öðru bindi ritraðar félagsins árið 1949. Enginn höfundur er nefndur að Bellerofontisrímum en Jakob leiðir að því líkur og styðst þar við ummæli Páls lögmanns Vídalíns að höfundur sé Guðmundur Andrésson.102 Hann tók að sér formennsku í Félagi íslenskra fræða á árunum 1954-1957 og var í ritnefnd Islenskrar tungu frá upphafi 1959 og þar til ritið hætti að koma út 1965. Eitt félag er ástæða til að nefna sérstaklega. Það er Kínversk-íslenska menningarfélagið. Upp úr 1950 tóku að berast hingað til lands kínversk blöð frá esperantistahreyfingunni í Kína til samtaka esperantista hér- lendis og þar vaknaði talsverður áhugi á því að leita eftir samskiptum við þetta systurfélag í Kína. Það varð til þess að árið 1952 var hópi Islendinga boðið til Kína í sex vikur. Þeirra á meðal voru Jóhannes úr Kötlum og Þórbergur Þórðarson sem eins og kunnugt er var mikill áhugamaður um esperanto. Þegar heim var komið var áhugi á frekari tengslum við Kína. Jakob fékk áhuga á nýju þjóðskipulagi Kínverja og Maó formanni og var því meðal þeirra sem hvöttu til stofnunar félags- ins. Hann var kjörinn formaður þegar á stofnfundi 1953 og gegndi því embætti til 1975. Félagið lagðist að vísu í dvala í þrjú ár, 1968-1971, vegna ólgu menningarbyltingarinnar en var endurreist 1971. Markmið félagsins var að stuðla að menningarlegum samskiptum Kína og Islands. A fyrstu árum þess komu hingað til lands ýmsar sendi- nefndir frá Kína og hópar listamanna. Arnþór Helgason, núverandi for-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.