Andvari

Volume

Andvari - 01.06.2011, Page 79

Andvari - 01.06.2011, Page 79
andvari JÓN SIGURÐSSON OG HIÐ ÍSLENSKA ÞJÓÐVINAFÉLAG 77 og framfaramála og að þeir gætu stjórnað sér sjálfir. Mæltist hann til þess að „málsmetandi menn“ í hverri sýslu sem skildu nytsemd þessa fyrirtækis myndu efna til funda þar sem þeir töluðu fyrir stofnun slíkra samtaka. Hlyti málið góðar viðtökur væri þá næsta skref að kjósa forstöðumenn er gengist fyrir sam- skotum til almenns sjóðs er síðan einn fulltrúi fyrir hverja sýslu veitti mótttöku. Það væri síðan hentugast að alþingismenn semdu lög og veldu forstöðumann auk þess að gera fjárhagsáætlun til tveggja ára. Þingmenn ættu þó ekki að gera þetta að þingmáli heldur ræða sín á milli og álykta um það á utanþingsfundum. Þingmenn væru líklegastir til hafa traust manna og auðveldast væri að ná þeim saman til fundar er þeir væru á þingi.11 Enginn tók þá upp merkið en greinin sýnir að félagsstofnunin féll vel að hugmyndafræði Jóns forseta. Jón ræddi nánar hugmyndafræðina að baki Hins íslenska þjóðvinafélags í Andvaragrein árið 1876, sem reyndist hans síðasta langa ritsmíð.12 Þar lagði hann áherslu á að samtök og félagsskapur væru grundvöllur framfara. Væri stofnað félag til að „hvetja landsmenn til að sýna í verkinu að þeir hefði það þrek og samheldni, að vera sjálfstætt þjóðfélag“ var auðsætt að stofna yrði allsherjarfélag um land allt. Aðgangur yrði að vera sem frjálsastur og tillagið viðráðanlegt búandi og búlausum, konum og körlum, yngri og eldri. Ýmis félög hefðu verið stofnuð hér og þar til að stuðla að framförum 1 búskap, sjómennsku eða verslun en þau hefðu flest reynst hvikul og afla- lítil. Mikilvægt væri að mati Jóns að stríða á móti smámunasemi, héraðakryt °g fjórðungametingi. Er þetta forvitnilegt hjá forseta með það í huga hversu slíkur metingur hefur litað sagnfræðiverk um þennan tíma sjálfstæðisbarátt- unnar. En Jón hafði háleitari markmið fyrir félagið og þjóðina: Það væri vissulega mikil og góð framför, ef það heppnaðist að vekja þá meðvitund hjá öllum íslendingum, að þeir ætti allir einn málstað, þeir ætti allir að draga einn taum, og sýna það, að í öllum allsherjarmálum væri sami strengur sem snerti alla, svo að ekkert slíkt mál væri neinum íslendingi óviðkomanda, síst þegar það snertir hin almennu réttindi lands vors eða þjóðar.13 Sumum hefur sýnst að hér væri Jón Sigurðsson að boða eins flokks kerfi á Islandi.14 Sjálfur hefði Jón líklega talið sig vera að koma á varanlegum þjóð- Iegum stjórnarandstöðuflokki til að hamla gegn stjórninni, konungkjörnum þingmönnum og taglhnýtingum stjórnarinnar á þingi.15 Meginstoð landsmálastarfs Þjóðvinafélagsins áttu að vera héraðsfundir eins og Jón hafði sjálfur lengi hvatt til í riti og ræðu. Þegar árið 1842 mælti hann fyrir slíkum fundum þar sem fólk tæki sig saman til að tala um málefni Sem þeim þætti mestu varða og mættu þar allir fullorðnir hafa atkvæðisrétt án tillits til stands og stöðu.16 Slíka héraðsfundi taldi hann meira en þrjátíu árum siðar einfaldasta og greiðasta veginn „til að veita mönnum færi á að kynna Ser málin og taka þátt í að ræða þau, eða til að læra að þekkja, hvar koma
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.