Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.2011, Síða 80

Andvari - 01.06.2011, Síða 80
78 ÓLAFUR ÁSGEIRSSON ANDVARI mætti fram með uppástungur eða nauðsynleg og heppileg frumvörp, annað hvört gegnum Þjóðvinafélagið eða alþíng.“17 Jón gerir ekki nánari grein fyrir því hvað hann á við með því að mál fari annaðhvort gegnum Þjóðvinafélagið eða alþingi. Þjóðvinafélagið var fyrstu tvö árin eins konar styrktarfélag Jóns Sigurðs- sonar - til að kosta stjórnmálabaráttu hans og útgáfustörf, og þá ekki síst til að gera honum kleift að helga sig stjórnmálabaráttunni einvörðungu. Löngum höfðu samherjar styrkt Jón eða skotið saman fé honum til stuðn- ings. Fóru þar fremstir í flokki Vestlendingar með Ásgeir Ásgeirsson kaup- mann á ísafirði í fararbroddi, en hann var einn þeirra utanþingsmanna sem fengu hvatningarbréf Jóns vorið 1870. Nú var að koma þessu stuðningskerfi í fastara fyrirkomulag er róðurinn hertist í stjórnarbótarmálinu og voru hinir kjörnu Þjóðvinafélagsfulltrúar um land allt þar í lykilhlutverki við að taka við félögum og safna fé. Jóni Sigurðssyni bauðst um þetta leyti embætti rektors Lærða skólans eftir andlát Jens bróður hans, en látið var að því liggja með óyggjandi hætti að þá yrði hann sem háttsettur embættismaður að hverfa frá andspyrnu gegn stefnu stjórnvalda.18 Þjóðvinum þótti því til einhvers að vinna að halda foringja sínum í framlínunni. II Víkur nú sögu á ný til haustsins 1871 er þorri þjóðkjörinna alþingismanna hafði gert með sér félag, sett því lög en jafnframt ályktað, sem umdeildara varð, að „félagið skyldi ekki gjöra þjóðkunnugt um störf sín fyr en það sýndi sig, að menn almennt vildi aðhyllast það og styrkja það til framkvæmda, svo að því væri nokkurs þroska von“ eins og Jón Sigurðsson orðaði sjálfur í skýrslu félagsins. Jón vildi fyrst fá tóm til að kynna félagsskapinn nefndar- mönnum í Félagsritunum og létu þeir vel af. Fór hinn nýi formaður (síðar for- seti) Þjóðvinafélagsins að kenna fundi Félagsritamanna og stuðningsmanna sinna í Höfn við Þjóðvinafélagsfundi. Samskot til félagsins og Félagsritanna hófust af afli heima og ytra og Jón velti fyrir sér hvenær hann ætti að „aug- lýsa“ Þjóðvinafélagið, helst með lögum, skýrslu um samskotin og útgáfu ritgerðar um hagnýt málefni, búfræði eða verslun. Endaði hann með því að setja sjálfur saman skýrsluna og semja bækling um bráðapest í sauðfé. Ekkert var þó auglýst eða útgefið formlega fyrr en árið 1873. Einn angi félagsins var raunar aldrei auglýstur. „Undir alhvítri skör/ ber þú æskunnar fjör“ orti Steingrímur Thorsteinsson um Jón Sigurðsson árið 1869. Nú stóð Jón á sextugu og hafði staðið í eld- línunni í þrjátíu ár. Enn átti hann gamla samherja flestum stundum, eins og Jón Guðmundsson ritstjóra Þjóðólfs og séra Halldór Jónsson á Hofi; að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.