Andvari - 01.06.2011, Page 83
andvari
JÓN SIGURÐSSON OG HIÐ ÍSLENSKA ÞJÓÐVINAFÉLAG
81
þótti Jóni Guðmundssyni Þjóðólfsritstjóra enn leyndahjúpur yfir því „hvernig
hafi boðað verið til Þingvallafundar þessa og hverjir hafi það gjört“.28 Fátt
er vitað um þessa fundi. Sumstaðar féllu þeir saman við hefðbundna sýslu-
fundi.29 Annars staðar voru haldnir sérstakir fundir. Benedikt Sveinsson
boðaði til fundar í Hraungerði eftir „ósk nokkurra Árnesinga til mín“ og bað
þá „einkum fulltrúa og fortöðumenn“ Þjóðvinafélagsins í sýslunni að koma
á fundinn.30 Athyglisverð frásögn er af Þjóðvinafélagsfundi á Langeyri við
Isafjarðardjúp þar sem ekki var einungis rætt um Þingvallafund og þjóðblað;
heldur og um verslunarmál og kjör háseta á þilskipum.31
Jón Sigurðsson taldi rétt að alþingismenn yrðu ekki kjörgengir til Þing-
vallafundar. Vildi hann með því undirstrika þjóðarviljann í stjórnarbótar-
málinu hvað sem hinir konungkjörnu segðu. Hann mætti sjálfur til fundarins
sem og hans gamli vopnabróðir Jón Guðmundsson ritstjóri (kjörinn annar
fulltrúi Reykvíkinga), sem nú gekk í raðir Þjóðvinafélagsmanna og var
snarlega kosinn í forstöðunefnd. Þingvallafundurinn 1873 er merkilegur fyrir
þá sök að þá náðist hástig róttækni í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld. Gætti
þar þess að þótt alþingismenn hefðu þar (með herkjum) málfrelsi þá voru
Þingvallafundarmenn, þar í hópi nokkrir gallharðir Geirungar, nýr flokkur
róttækra baráttumanna sem litu á sig sem sérkjörna fulltrúa þjóðarinnar á
þjóðfundi.
Segja má að Þingvallafundurinn 1873 hafi breytt sér í nokkurs konar stjórn-
lagaþing sem samþykkti róttækt frumvarp að stjórnlögum í stað bænaskrár
ól Alþingis. Var þar meðal annars kveðið á um að íslendingar væru „sérstakt
þjóðfélag“ sem væri „í því eina sambandi við Danaveldi, að það lúti sama
konungi og það“. Þótt Jón Sigurðsson segðist vera „indirekte meðmæltur"
stefnu frumvarpsins þá áleit hann að fundurinn ætti „eigi að fara öðru fram
en því, sem áður hefur verið haldið fram af meiri hluta alþingis.“32
Þingvallafundarmenn vildu ekki leggja frumvarp fundarins fyrir Alþingi
heldur færa konungi beinustu leið. Þetta var Jóni Sigurðssyni ekki að skapi
þar sem hann taldi að tillögum fundarins ætti að koma á framfæri við Alþingi.
Jón Sigurðsson lenti nú í þeirri óvæntu stöðu að vera í minnihluta. Grímur
Thomsen sagði á Alþingi 1869 að Jón væri að vekja upp drauga er hann gæti
ekki kveðið niður. Virtist það rætast að nokkru. Þingvallafulltrúarnir vildu
auk þess senda Jónana tvo ásamt Tryggva Gunnarssyni á konungsfund með
frumvarpið. Því höfnuðu þeir. Jón Sigurðsson taldi réttara að leggja það fyrir
Alþingi. Sú málamiðlun náðist að sendinefndin færi ekki fyrr en í þinglok
þá þess vegna með umboð meiri hluta Alþingis hefði hann sömu stefnu.
f)u vann það gegn Þingvallafundarmönnum að þeir voru ekki þingmenn og
þlngmenn sem höfðu mælt með frumvarpi fundarins, eins og Jón Sigurðsson
a Gautlöndum, létu það kyrrt liggja er á þing var komið. Sendiförin var aldrei
larin.