Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.06.2011, Qupperneq 83

Andvari - 01.06.2011, Qupperneq 83
andvari JÓN SIGURÐSSON OG HIÐ ÍSLENSKA ÞJÓÐVINAFÉLAG 81 þótti Jóni Guðmundssyni Þjóðólfsritstjóra enn leyndahjúpur yfir því „hvernig hafi boðað verið til Þingvallafundar þessa og hverjir hafi það gjört“.28 Fátt er vitað um þessa fundi. Sumstaðar féllu þeir saman við hefðbundna sýslu- fundi.29 Annars staðar voru haldnir sérstakir fundir. Benedikt Sveinsson boðaði til fundar í Hraungerði eftir „ósk nokkurra Árnesinga til mín“ og bað þá „einkum fulltrúa og fortöðumenn“ Þjóðvinafélagsins í sýslunni að koma á fundinn.30 Athyglisverð frásögn er af Þjóðvinafélagsfundi á Langeyri við Isafjarðardjúp þar sem ekki var einungis rætt um Þingvallafund og þjóðblað; heldur og um verslunarmál og kjör háseta á þilskipum.31 Jón Sigurðsson taldi rétt að alþingismenn yrðu ekki kjörgengir til Þing- vallafundar. Vildi hann með því undirstrika þjóðarviljann í stjórnarbótar- málinu hvað sem hinir konungkjörnu segðu. Hann mætti sjálfur til fundarins sem og hans gamli vopnabróðir Jón Guðmundsson ritstjóri (kjörinn annar fulltrúi Reykvíkinga), sem nú gekk í raðir Þjóðvinafélagsmanna og var snarlega kosinn í forstöðunefnd. Þingvallafundurinn 1873 er merkilegur fyrir þá sök að þá náðist hástig róttækni í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld. Gætti þar þess að þótt alþingismenn hefðu þar (með herkjum) málfrelsi þá voru Þingvallafundarmenn, þar í hópi nokkrir gallharðir Geirungar, nýr flokkur róttækra baráttumanna sem litu á sig sem sérkjörna fulltrúa þjóðarinnar á þjóðfundi. Segja má að Þingvallafundurinn 1873 hafi breytt sér í nokkurs konar stjórn- lagaþing sem samþykkti róttækt frumvarp að stjórnlögum í stað bænaskrár ól Alþingis. Var þar meðal annars kveðið á um að íslendingar væru „sérstakt þjóðfélag“ sem væri „í því eina sambandi við Danaveldi, að það lúti sama konungi og það“. Þótt Jón Sigurðsson segðist vera „indirekte meðmæltur" stefnu frumvarpsins þá áleit hann að fundurinn ætti „eigi að fara öðru fram en því, sem áður hefur verið haldið fram af meiri hluta alþingis.“32 Þingvallafundarmenn vildu ekki leggja frumvarp fundarins fyrir Alþingi heldur færa konungi beinustu leið. Þetta var Jóni Sigurðssyni ekki að skapi þar sem hann taldi að tillögum fundarins ætti að koma á framfæri við Alþingi. Jón Sigurðsson lenti nú í þeirri óvæntu stöðu að vera í minnihluta. Grímur Thomsen sagði á Alþingi 1869 að Jón væri að vekja upp drauga er hann gæti ekki kveðið niður. Virtist það rætast að nokkru. Þingvallafulltrúarnir vildu auk þess senda Jónana tvo ásamt Tryggva Gunnarssyni á konungsfund með frumvarpið. Því höfnuðu þeir. Jón Sigurðsson taldi réttara að leggja það fyrir Alþingi. Sú málamiðlun náðist að sendinefndin færi ekki fyrr en í þinglok þá þess vegna með umboð meiri hluta Alþingis hefði hann sömu stefnu. f)u vann það gegn Þingvallafundarmönnum að þeir voru ekki þingmenn og þlngmenn sem höfðu mælt með frumvarpi fundarins, eins og Jón Sigurðsson a Gautlöndum, létu það kyrrt liggja er á þing var komið. Sendiförin var aldrei larin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.