Andvari

Volume

Andvari - 01.06.2011, Page 84

Andvari - 01.06.2011, Page 84
82 ÓLAFUR ÁSGEIRSSON ANDVARI Þjóðvinafélagið leystist úr læðingi í hita Þingvallafundarins 1873 en sam- hliða honum var haldinn fyrsti fulltrúafundur félagsins. Þar var samþykkt að veita Jóni Sigurðssyni árlegan fjárstyrk. Fundahöld voru tíð þá um alþingis- tímann er félagið setti sér ný lög og stjórn var kjörin. Jón Sigurðsson varð forseti félagsins en Halldór Kr. Friðriksson varaforseti. Þjóðvinafélagið kom nú fram sem öflugur flokkur á landsvísu. Gísli Brynjúlfsson, sem áður var hatrammur þjóðernissinni, en var nú orðinn dansklundaður hatursmaður Jóns Sigurðssonar, hélt því fram í dönskum blöðum að félagið stefndi að því að verða ríki í ríkinu. Þingvallafundurinn 1873 varð vettvangur fyrir nýja og róttæka stefnu í baráttu landsmanna fyrir stjórnarbót. Ef til vill hefur Jóni Sigurðssyni þótt nóg um. Tveimur árum síðar, í bréfi til Þjóðvinafélagsfulltrúa, leit Jón forseti þó um öxl og taldi fund- inn alls ekki hafa reynst árangurslausan. Hann hefði sannarlega sýnt dönskum stjórnvöldum eindrægni landsmanna: Fundurinn 1873 sýndi augljóslega, að öll þjóð vor var komin á eitt mál um það, að vér vildum ekki lengur una við annað, en að fá löggjafarvald og sjálfsforræði í vorum málum og stjórn með lögbundinni ábyrgð. Það þykir mér einginn efi, að þetta framtak, þessi eindrægni og skorinort auglýsti þjóðarvilji, ýtti hvað mest undir, að stjórnarmálið fékk þau úrslit, sem það þó náði að fá.33 (21.9.1875) Sumarið 1873 samþykkti Alþingi eigið stjórnarskrárfrumvarp (þó ekki eftir forskrift Þingvallafundarins) en ekkert frumvarp hafði borist frá stjórninni. Meira máli skipti varatillaga þar sem í einum lið var farið fram á að konungur gæfi íslendingum stjórnarskrá þar sem Alþingi fengi fullt löggjafarvald í íslenskum málum, fjárforræði og innlenda stjórn, sem bæri fulla lagalega ábyrgð gagnvart alþingi. Fyrir dyrum lá þúsund ára afmæli Islandsbyggðar. Tímatalsspekingar höfðu fastsett landnámsárið 874 eftir Krists burð. Islenska þjóðin var fyrst þjóða til að fagna upphafi byggðar í nýja heiminum og vakti það athygli um heim allan. Dönsk stjórnvöld yrðu nú undir smásjá umheimsins. Jón Sigurðsson sá hér kærkomið tækifæri til að beiðast eins hagfelldrar niður- stöðu af hálfu danskra yfirvalda og mögulegt væri. Eftir áralangt þref bauðst nú stjórninni og þeim valdsmönnum sem voru hvað vinveittastir íslendingum ennfremur tækifæri til að ganga eins langt og þeim var unnt. Niðurstaðan varð stjórnarskráin 1874, að vísu valdboðin eins og stöðulögin 1871, og án inn- lendrar landstjórnar, en með löggjafarvaldi og fjárforræði Alþingi til handa. Jón Sigurðsson ræddi gjarnan um þjóðhátíðina sem „góðbita“ sem nýta þyrfti til að fá sem hagfelldasta niðurstöðu í stjórnarbótamálinu. Þótt Jón lýsti yfir vonbrigðum með að ekki fengist innlend stjórn með ábyrgð fyrir Alþingi þá taldi hann stjórnarskrána „tröppu til að standa á“ í frekari réttindabaráttu lands og þjóðar. Fyrst kom þó í hlut Þjóðvinafélagsins að halda þjóðhátíð á Þingvöllum og í framhaldinu Þingvallafund.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.