Andvari - 01.06.2011, Qupperneq 106
104
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
ANDVARI
munnlegu frásagnar, ekki síður en hinnar sem fest er í lesmál.2 Öðlaðist hann
þannig snemma á ferli sínum alþjóðlegt orðspor sem afreksmaður í ýmsum
greinum. Sem dæmi má nefna að í grein um kvikmyndir í Alþýðublaðinu árið
1937 er vikið að þátttöku „höfuðskáldsins" Hemingways í borgarastyrjöld-
inni á Spáni og þessum orðum hnýtt við: „Hann er þróttmikill ungur maður,
frægur fyrir skíðastökk í Alpafjöllunum og talinn með beztu riffilskyttum í
heimi.“31 erlendri bók um fiskveiðar árið áður er hann sagður einn af tveimur
bestu fiskveiðimönnum veraldar.4
Og sannfæringarmáttur Hemingways náði til fleiri sviða, því að hann þótti
myndarmaður og umsagnir um áhrif hans á kvenfólk minna jafnvel á viðlíka
lýsingar á því hvernig karlmenn áttu til að verða andstuttir þegar kvikmynda-
stjarnan Marilyn Monroe gekk í salinn. Það var sem súrefnið kláraðist, segir á
einhverjum stað um nærveru þeirrar ágætu konu. Ógerlegt er að greina sundur
manneskjuna og ímyndina þegar um slík áhrif er að ræða, og víst er að ímynd
karlmennskunnar var Hemingway mikilvæg og eftirsóknarverð.
Allt lagðist á eitt um að gera þennan talsmann einverunnar - og það er
hann sannarlega í skáldverkum sínum - að almenningseign í sviðsljósinu.
Líkt og þekktasta fólk kvikmyndanna og íþróttaheimsins varð Hemingway
að stjörnu, líklega umfram það sem segja má um nokkurn annan rithöfund í
lifanda lífi. Sjónvarpið varð ekki áhrifamikill miðill fyrr en seint á ævi hans,
en útvarp, dagblöð og tímarit fylgdust með stjörnunum, ekki síst rit eins og
Life Magazine, þar sem iðulega mátti hitta Hemingway fyrir. Og frægðin
kom snemma og þar með skerðing einkarýmisins. Þetta mátti sjá þegar
Hemingway skildi við fyrstu konu sínu, einungis 27 ára gamall, og frá því
var greint í stórblaðinu New York Times.5 Þá var hann nýorðinn þekktur sem
rithöfundur í París, höfundur skáldsögunnar The Sun Also Rises. Upp frá því
var frægðin eins og skuggi, sem átti það til að öðlast sjálfstætt líf og verða
gjarnan skrefinu á undan manninum sjálfum.
Allt vekur þetta spurningar um tengsl rithöfundar og verka hans. Er ekki
hægt að meta verk höfunda án tillits til þekkingar á lífsferli þeirra? Vissulega
- og þetta hefur verið ráðandi atriði í bókmenntafræði frá því snemma á
síðustu öld. Skáldverk geta talað án þess að við búum yfir nokkurri vitneskju
um ævi höfundarins. Og gagnrýnin á hina gömlu ævisögulegu aðferð í bók-
menntafræði er enn í gildi hvað það varðar að hæpið getur verið að nota atriði
úr lífi höfundarins sem lykil að vissum þáttum skáldverka - hvað þá að meta
skáldverkin sem einskonar spegil örlagaríkra stunda á lífsferli skáldsins. En
það kemur ekki í veg fyrir að hægt sé að líta á birtingarmyndir æviferilsins
sem efnivið túlkunar. Ummerki um lífsferil og viðhorf höfundar eru þá ekki
metin sem fastar staðreyndir til hliðsjónar við túlkun bókmenntaverka, heldur
sem annars konar menningarskrift, ef svo má að orði kveða, sem er í vissu
spennusambandi við skáldverkin. Þetta á ekki síst við þegar höfundur er áber-