Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.2011, Side 110

Andvari - 01.06.2011, Side 110
108 ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON ANDVARI En það voru ekki síst íslensku tímaritin sem voru til vitnis um að fallið hafði frá rithöfundur sem skipti íslenskt bókmenntalíf máli. Helgi Sæmundsson hóf grein sína í Eimreiðinni með því að segja um Hemingway að hann sé „vafa- laust áhrifaríkasta sagnaskáld tuttugustu aldarinnar" og skrifar síðar að sögur hans rísi „í tákni sínu yfir stund og stað, þeim verður ekki markaður bás, þær eru spegill aldarfars og sálarlífs, þar sem sérhver einstaklingur, stór eða lítill, fer raunverulega með umboð heildar“. Hann nefnir undir lok greinarinnar að Halldór Laxness standi „í augljósri þakkarskuld við Ernest Hemingway, þó að bækur þeirra séu harla ólíkar. Laxness var nóg að sjá verklag Hemingways til þess að nema nýja aðferð, sem á lítið eða ekkert skylt framar við meistarann, en er samt óbeinlínis frá honum runnin“.13 Indriði G. Þorsteinsson, sem ýmsir töldu einnig standa í þakkarskuld við Hemingway, skrifaði grein í Félagsbréf Almenna bókafélagsins og ræðir ein- mitt „mikil áhrif“ hans sem rakin hafa verið „til ólíkustu manna, og nú, þegar hann deyr má óhætt segja, að birtist eitthvað meitlað og málalengingalaust, verði gagnrýnendum fyrst fyrir að rekja það til Hemingway“. Ef til vill er Indriði hér að svara óbeint þeim sem töldu að verk hans, einkum skáldsagan 79 afstöðinni (1955), væru undir fullmiklum áhrifum frá Hemingway. Indriði telur og að Hemingway kunni að hafa opnað „augu skrifandi manna fyrir frásagnartækni íslendingasagna, sem Hemingway hefur nú sett í öndvegi utan þess hóps, sem veit að stílviðhorf hans hefur verið til öldum saman á tungu, sem lesin er af fáum“.14 í Tímariti Máls og menningar birtist þýðing Þorgeirs Þorgeirssonar á grein eftir Cyrille Arnavon, sem telur skáldsöguna Hverjum klukkan glymur vera „meistaraverk“, en þykir Gamli maðurinn og hafið einkennast af „gerviklassísisma“ og tekur undir með þeim mikla fjölda gagnrýnenda sem talið hafa Across the River and Into the Trees misheppnaða sögu; hún minnir „okkur á form hinnar dauðu skáldsögu“ segir Arnavon.15 í Andvara birtist þýðing Sverris Kristjánssonar á mun ítarlegri grein eftir áðurnefndan Hemingway-fræðing, Carlos Baker. Hann fjallar í grein sinni um eftirlátin handrit Hemingways (sem síðan hafa verið birt á bók), en rekur einnig feril- inn og einkenni hinna ýmsu verka. Þótt hann ljúki ekki lofsorði á öll verk Hemingways er athyglisvert að hann fer gegn ráðandi áliti gagnrýnenda á áðurnefndri skáldsögu, Across the River and Into the Trees (sem ekki hefur verið þýdd á íslensku); þetta er, segir hann, „miklu betri bók en almennt er talið, þrátt fyrir veilurnar. Tíminn mun staðfesta gæði hennar. Hver sem efast um þetta ætti að lesa hana aftur, nú þegar höfundurinn er látinn.“16 A
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.