Andvari

Volume

Andvari - 01.06.2011, Page 111

Andvari - 01.06.2011, Page 111
andvari 109 Á HÖTTUNUM EFTIR HEMINGWAY Hemingway nemur land Þegar litið er aftur til dánarárs Hemingways fyrir hálfri öld vekur það athygli hversu mikið er um höfundinn fjallað hér á landi. Umfjöllun um verk hans er jafnvel „flutt inn“ - færð inn á málsvæðið með þýðingum - en það vottar á sinn hátt vægi höfundarins hér á landi og þörfina á umræðu um hann. En hvenær hafði Hemingway ratað inn íslenskt menningarlíf og hvað hafði verið þýtt af sjálfum verkum hans; hvar hafði það birst og hverjir þýddu? Efist einhver um mikilvægi þýðinga í íslensku bókmenntalífi eftir að prent- miðlun fer að láta verulega til sín taka á íslandi, er hinum sama hollt að fletta hinum fjölmörgu blöðum og tímaritum sem gefin voru út á síðasta fjórðungi nítjándu aldar og á fyrri hluta þeirrar tuttugustu (þar með talin þau sem skrifuð voru að miklu eða öllu leyti á íslensku í Vesturheimi). Þýðingar eru iðulega stór hluti lesefnis á þessum vettvangi, hvort sem litið er til bókmennta eða annars almenns efnis; frá margskonar léttmeti yfir í vandaðar fræðslu- greinar og viðurkennd verk heimsbókmenntanna. Þessa sér enn mjög lítinn stað í skráðri bókmenntasögu, en í bók Svanfríðar Larsen, Af erlendri rót. Þýdingar í blöðum og tímaritum á íslensku 1874-1910, má glöggt sjá hversu lífleg þýðingariðjan er í blöðum og tímaritum á þessu tímabili.17 Jafnframt rná segja að mikil samræða sé milli þessara prentmiðla og bókamarkaðarins, yfirleitt á þann veg að efni úr blöðum og tímaritum er endurbirt í bókarformi. Þegar líður fram á 20. öldina verður þessi samræða miðla fjölbreyttari: kvikmyndahúsin og síðan útvarpið koma til sögunnar. Það er einmitt á slíkum vegamótum sem maður finnur Hemingway fyrst fyrir þegar leitað er í íslensk- um prentmiðlum frá öðrum fjórðungi 20. aldar. I aprílmánuði 1934 má sjá í dagblöðum auglýsingu frá Gamla bíói sem hljóðar svo (Vísir, 14. apríl 1934): Niður með vopnin! Áhrifamikil og snilldarvel leikin talmynd í 10 þáttum eftir hinni heimsfrægu skáldsögu Ernest Hemingway „A Farewell to Arms“. Aöalhlutverk leika Gary Cooper og Helen Hayes sem allir muna eftir sem sáu myndina „Hvíta nunnan“ sem sýnd var í Gamla Bíó í vetur. Börn innan 12 ára fá ekki aðgang.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.