Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.2011, Side 117

Andvari - 01.06.2011, Side 117
ANDVARI Á HÖTTUNUM EFTIR HEMINGWAY 115 að þýða A farewell to arms, var ástæðan sennilega fyrst og fremst áhugi hans á sérkennilegum stíl Hemingways.“ Síðar ítrekar hann að eftir öllu að dæma beri að líta á þýðinguna „sem lið í markvissum undirbúningi höfundarins undir eigið verk, því fremur sem hann fann ekki aðeins viss formseinkenni sameiginleg hjá Hemingway og í Islendingasögunum. Svipuð frásagnaraðferð átti sér einnig hliðstæðu í líkum hugsunarhætti og lífsskoðun.“27 Þegar tengsl mikilhæfra bókmenntaverka verða eins flókin og fram kemur í lýsingu Hallbergs sjálfs, er hæpið að ætla sumum þeirra þjónustuhlutverk gagnvart öðrum. Þótt Halldór segi um Hemingway að vissara sé að „kunna að varast hann rétt“, lætur orðræða skáldskaparins ekki endilega að stjórn rökrænna varnar- eða skipulagsaðgerða. Verk Hemingways voru byrjuð að setja svip sinn á íslenskt bókmenntaumhverfi samtímans, eins og Pétur Gunnarsson hefur lýst skemmtilega í bók um Þórberg Þórðarson. Fólk í kringum Halldór Laxness deildi áhuga hans á skáldsögu Hemingways og hún var lesin á ensku og dönsku af nánum vinum hans áður en hann lauk sjálfur við íslensku þýðinguna. Pétur segir Hemingway vera þann höfund „sem almennt er talið að hafi haft mest áhrif á ritaðan frásagnarstíl á 20. öld og því freistandi að spyrja hvort þeirra sjái ekki stað hjá Þórbergi sem las hann svo í þaula í byrjun stríðs.“ Pétur vitnar í texta Þórbergs þar sem vottar fyrir Hemingway og segir síðan: „Um áhrif Hemingways á Halldór þarf ekki að fjölyrða, nærtækust er íslandsklukkan sem hann var að skrifa samhliða þýðingunni á Vopnum kvödduní\ og Pétur tilfærir eftirfarandi málsgrein úr Islandsklukkunni sem dæmi: Þá tók bóndinn eftir að komið var sumar, því tré stóðu með íðilgrænar laufkrónur og það var skógarlykt og einhverskonar titlíngur skríkti án afláts í lognþerrinum. Og Pétur segir: „Þessi hlaðni ljóðræni staðhæfingarstíll er skilgetið afkvæmi Hemingways.“28 Skáldsagnahöfundurinn Hvort sem við samþykkjum staðhæfingu Péturs fortakslaust eða ekki, er Ijóst að Hemingway var kominn til að vera og það er áhugavert að velta fyrir sér hvernig hann breiðir úr sér. Það gerir hann vitaskuld einnig með fleiri íslenskum þýðingum. Árið 1941, sama ár og Vopnin kvödd birtust, kom jafn- framt út þýðing Karls ísfelds á skáldsögunni The Sun Also Rises sem heitir a íslensku Og sólin rennur upp .... Aðalpersóna sögunnar, Jake Barnes, er gjarnan talinn persónugerving’höfundarins, bandarískur blaðamaður í París með sár úr stríðinu, rétt eins og Hemingway - sár sem í þessu tilviki er raunar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.