Andvari - 01.06.2011, Side 117
ANDVARI
Á HÖTTUNUM EFTIR HEMINGWAY
115
að þýða A farewell to arms, var ástæðan sennilega fyrst og fremst áhugi hans
á sérkennilegum stíl Hemingways.“ Síðar ítrekar hann að eftir öllu að dæma
beri að líta á þýðinguna „sem lið í markvissum undirbúningi höfundarins
undir eigið verk, því fremur sem hann fann ekki aðeins viss formseinkenni
sameiginleg hjá Hemingway og í Islendingasögunum. Svipuð frásagnaraðferð
átti sér einnig hliðstæðu í líkum hugsunarhætti og lífsskoðun.“27
Þegar tengsl mikilhæfra bókmenntaverka verða eins flókin og fram kemur
í lýsingu Hallbergs sjálfs, er hæpið að ætla sumum þeirra þjónustuhlutverk
gagnvart öðrum. Þótt Halldór segi um Hemingway að vissara sé að „kunna
að varast hann rétt“, lætur orðræða skáldskaparins ekki endilega að stjórn
rökrænna varnar- eða skipulagsaðgerða. Verk Hemingways voru byrjuð
að setja svip sinn á íslenskt bókmenntaumhverfi samtímans, eins og Pétur
Gunnarsson hefur lýst skemmtilega í bók um Þórberg Þórðarson. Fólk í
kringum Halldór Laxness deildi áhuga hans á skáldsögu Hemingways og
hún var lesin á ensku og dönsku af nánum vinum hans áður en hann lauk
sjálfur við íslensku þýðinguna. Pétur segir Hemingway vera þann höfund
„sem almennt er talið að hafi haft mest áhrif á ritaðan frásagnarstíl á 20. öld
og því freistandi að spyrja hvort þeirra sjái ekki stað hjá Þórbergi sem las
hann svo í þaula í byrjun stríðs.“ Pétur vitnar í texta Þórbergs þar sem vottar
fyrir Hemingway og segir síðan: „Um áhrif Hemingways á Halldór þarf ekki
að fjölyrða, nærtækust er íslandsklukkan sem hann var að skrifa samhliða
þýðingunni á Vopnum kvödduní\ og Pétur tilfærir eftirfarandi málsgrein úr
Islandsklukkunni sem dæmi:
Þá tók bóndinn eftir að komið var sumar, því tré stóðu með íðilgrænar laufkrónur og
það var skógarlykt og einhverskonar titlíngur skríkti án afláts í lognþerrinum.
Og Pétur segir: „Þessi hlaðni ljóðræni staðhæfingarstíll er skilgetið afkvæmi
Hemingways.“28
Skáldsagnahöfundurinn
Hvort sem við samþykkjum staðhæfingu Péturs fortakslaust eða ekki, er
Ijóst að Hemingway var kominn til að vera og það er áhugavert að velta fyrir
sér hvernig hann breiðir úr sér. Það gerir hann vitaskuld einnig með fleiri
íslenskum þýðingum. Árið 1941, sama ár og Vopnin kvödd birtust, kom jafn-
framt út þýðing Karls ísfelds á skáldsögunni The Sun Also Rises sem heitir
a íslensku Og sólin rennur upp .... Aðalpersóna sögunnar, Jake Barnes, er
gjarnan talinn persónugerving’höfundarins, bandarískur blaðamaður í París
með sár úr stríðinu, rétt eins og Hemingway - sár sem í þessu tilviki er raunar