Andvari - 01.06.2011, Síða 123
ANDVARI
Á HÖTTUNUM EFTIR HEMINGWAY
121
Hefðarveldi ogfallvelti
Önnur þeirra bóka Hemingways, sem nefndar voru rétt í þessu, nefnist á
ensku A Moveable Feast, og var meðal eftirlátinna rita Hemingways, sem
komu út smám saman áratugina eftir að hann lést. A Moveable Feast - sem
geymir minningar Hemingways frá París á þriðja áratugum og má vel kallast
skáldævisaga - birtist 1964 og kom tveimur árum síðar út í íslenskri þýðingu
Halldórs Laxness undir hinu hnyttna heiti Veisla í farángrinum (þýðingin
var endurútgefin 1988). í grein sem Pétur Gunnarsson hefur skrifað um
þá Halldór og Hemingway varpar hann fram þeirri spurningu hvort það
geti verið að vinnan við að snúa Veislunni á íslensku „hafi orðið til þess að
Kristnihald undir Jökli snerist úr leikriti í skáldsögu og Halldór komst á nýtt
skáldsöguspor?"42
Skáldævisöguhugtakið mætti einnig nota um báðar Afríkubækur Heming-
ways, Green Hills ofAfrica (sem ekki hefur birst á íslensku) og True at First
Light sem kom ekki út fyrr en 1999 og er kölluð skáldsaga í inngangsorðum
Patricks Hemingways, sonar höfundarins. Hún kom út sama ár á íslensku í
þýðingu Sigurðar A. Magnússonar og nefnist Satt við fyrstu sýn. Af öðrum
ritum sem Hemingway skildi eftir ófrágengin og birst hafa síðan er sérstök
ástæða til að nefna skáldsögurnar Islands in the Stream (1970) og The Garden
of Eden (1986), sem sýna skemmtilega ólíkar hliðar á sagnalist höfundarins.
Myndin af höfundarverki Hemingways hefur því breyst nokkuð síðan hann
lést og það á einnig við um þá mynd sem birtist í íslenskum þýðingum. Þó er
enn ýmislegt óþýtt af bókarverkum höfundarins, t.d. tvær síðastnefndar skáld-
sögur, sem og skáldsögurnar The Torrents of Spring (1926) og áðurnefnd
Across the River and Into the Trees (1950). Hin stóra nautaatsbók Hemingway
frá 1932, Death in the Afternoon, er ekki heldur til á íslensku. Ekki er líklegt
að hún verði birt í heild á íslensku, en gjarnan mætti þýða úr henni valda
kafla, því að í henni má finna sumt af því mikilvægasta sem Hemingway lét
frá sér fara um ritlist og fagurfræði.
Ljóst er að Hemingway var fjölhæfur rithöfundur. Hann lagði raunar
litla rækt við leikritun og þótt eftir hann liggi nokkuð af ljóðum,43 er það á
sviði frásagnarbókmennta sem stjarna hans hefur skinið skærast. Sjálfsævi-
sögulegur prósi hans hefur hlotið misjafnar viðtökur (A Moveable Feast þó
oftast góðar). Hvað skáldsögurnar varðar, þá verður ekki synjað fyrir mikil-
vægi verka eins og The Sun Also Rises, A Farewell to Arms, For Whom the
Bell Tolls og Tlie Old Man and the Sea, en mat bókmenntafræðinga og rit-
höfunda á skáldsögum Hemingways hefur samt verið misjafnt og sveiflukennt
t gegnum tíðina - líklega þó einkum í heimalandi hans. Þetta minnir jafnvel
á hinar miklu sveiflur í gildismati á verkum landa hans, Edgars Allans Poes,
á heimaslóð. Vissulega má benda á veika punkta í skáldsögum Hemingways.