Andvari - 01.06.2011, Side 125
ANDVARI
Á HÖTTUNUM EFTIR HEMINGWAY
123
Smásagnahöfundurinn
Kannski er hæpið að telja blaðsíður þegar mat er lagt á safnrit sem þetta. Gott
er að muna að hvert orð er oft dýrt hjá Hemingway, sérstaklega í mörgum
smásagna hans, eins og í „Hills Like White Elephants“ sem er að langmestu
leyti samtal karls og konu á lestarstöð nálægt Ebrófljótinu á Spáni - samtal
þar sem mestallt inntakið felst í því sem ekki er sagt.
Hvað sem líður misjöfnu gengi Hemingways, heima fyrir og erlendis, ríkir
sennilega hvað mestur samhljómur um stöðu hans sem smásagnahöfundar.
I heimi smásögunnar beggja vegna Atlantshafsins er hann einn af meist-
urum 20. aldar, í flokki með Tjekov, Joyce, Mansfield, Kafka og Borges.
Hemingway skrifaði um 70 smásögur, flestar á fyrra hluta ferils síns. Hann
er jafnvígur á mjög stuttar sögur þar sem teiknuð er augnabliksmynd eða
stutt röð atvika, sem lúta þó að einhverskonar lífshvörfum og örlagastund, og
á lengri og flóknari sögur þar sem endurlit og minningar fleyga hina líðandi
stund, svo sem í hinni mögnuðu Afríkusögu „The Snows of Kilimanjaro".
Sagan „Big Two-Hearted River“ er að sumra mati einn af hátindunum á
sagnaferli Hemingways. í henni er hægur en mikill seiður sem tengist ánni
er líður hjá þar sem veiðimaður býst til að kasta flugu fyrir fisk en er líka að
dorga innra með sér, einn í náttúruathvarfi fjarri ys og þys hversdagsins. „The
Short Happy Life of Francis Macomber", lengsta smásaga höfundarins, er svo
gerólík veiðisaga og hryssingslegri.
Svo kann að virðast sem smásagnaskáldið Hemingway hafi fallið rækilega
í skugga skáldsagnahöfundarins í íslenskum bókmenntaheimi - að minnsta
kosti allt til ársins 2004 þegar út kom fyrsta bókarverkið með safni smásagna
hans, í þýðingu Sigurðar A. Magnússonar. En ef við tökum upp þráð, sem
lagður var til hliðar fyrr í þessari grein, kann þó að koma í ljós að þetta
er ekki einhlítt. Þar var getið um fyrstu smásagnaþýðingarnar, í Iðunni og
Sunnudagsblaði Alþýðublaðsins, á fjórða áratug síðustu aldar. Þær næstu,
sem ég hef fundið, birtust ekki fyrr en seint á fimmta áratugnum, en þó er
líklegt að framhjá mér hafi farið þýðingar í tímaritum og blöðum sem enn
hafa ekki verið efnistekin í þeim gagnagrunnum sem fyrr voru nefndir. Það
var til dæmis eingöngu vegna áðurnefndrar samræðu ólíkra miðla sem ég
fann Hemingway-þýðingar í tímaritinu Kjörnum. Við leit í Tímarit.is rakst
ég á kvikmyndaauglýsingu í dagblaðinu Vísi 27. apríl 1949. Þar auglýsir
Austurbæjarbíó myndina The Macomber Affair sem nefnd er á íslensku Vegir
ástarinnar. I auglýsingunni segir að þessi „stórmynd“ með leikaranum
Gregory Peck sé gerð eftir „smásögu Ernest Hemingway „The Short Happy
Life of Mr. Macomber“ og birtist hún í tímaritinu „Kjarnar“ undir nafn-
inu „Stutt og laggott líf“.“ Mikið væri gott ef kvikmyndaauglýsingar væru
almennt svona upplýsandi!