Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.2011, Side 135

Andvari - 01.06.2011, Side 135
ANDVARI KONAN MEÐ AUGUN SEM HLUSTA 133 Á hinn bóginn var á uppvaxtarárum Jóns í Reykjavík menningarlífið heldur fábreytt. Tækifæri til að heyra góða tónlist flutta sómasamlega voru sárafá. Tónlistarlífið í bænum var nær eingöngu bundið við kórsöng en oftast var það áhugafólk sem stóð að þeim tónlistarflutningi. Afar fáir íslendingar áttu þess kost að læra að spila á hljóðfæri. Fjölskylda Jóns gat þó veitt sér þann munað að eignast píanó. Jón lærði undirstöðuatriðin í píanóleik hjá Herdísi Matthíasdóttur Jochumssonar skálds, og sótti síðar tíma hjá Mörthu Stephensen.19 Hún spratt því úr heldur ófrjóum jarðvegi hamslaus löngunin hjá ungum menntskælingi til að helga sig tónlistinni. „Eg stend í ár á vega- mótum; mig fýsir að ganga einn veginn; eg sé hann og ekkert annað - þó að eg sjái þar þyrnóttar rósir - það eru þó rósir,“20 ritaði Jón í dagbók sína. Það var laugardaginn 23. mars árið 1918 sem örlögin réðust. Þá töluðust samnemendurnir Annie Riethof og Jón Leifs við fyrsta sinni.21 Það var annar Islendingur sem nam við skólann, Páll ísólfsson, sem kynnti þau hvort fyrir öðru.22 Vinskapur tókst með Riethof systrunum og þeim Jóni og Páli. Ekki leið á löngu uns neistinn milli Anniear og Jóns varð að miklu ástarbáli. Samstarf sem skóp eitt fremsta tónskáld íslendinga var hafið. Líkt og Jón hafði spáð fyrir um átti sú vegferð ekki eftir að verða þrautalaus. En hve afdrifarík ást Anniear á íslenska tónlistarnemanum yrði henni hefði unga námsmærin aldrei getað gert sér í hugarlund. Brautin sem Annie hélt út á í kjölfar þessara fyrstu kynna átti með sanni eftir að verða þyrnum stráð. „Kona með sjálfstœða vitsmuni“ Annie útskrifaðist úr Konunglega konservatóríinu sumarið 1919.23 Hún ákvað þó að dvelja áfram í Leipzig og sækja einkatíma hjá Teichmúller. Vafalítið átti sú staðreynd að enn hafði Jón ekki lokið námi sínu þátt í ákvörðun hennar um að vera um kyrrt. Nærvera Anniear reyndist Jóni ómetanlegur styrkur á erfiðum tímum. Jón var þess meðvitaður er hann hóf nám við Konservatóríið að hann stóð öðrum nemendum að baki vegna bágra aðstæðna til tónlistariðkunar á æsku- árum sínum. Eftir fyrsta píanótímann við skólann lét Teichmúller þau orð falla að Jón væri músíkalskur en skorti alla píanótækni 24 „Hefði eg byrjað hjá honum 12 ára þá væri eg orðinn góður núna,“ skrifar Jón foreldrum sínum eftir að hafa undrandi hlustað á 12 ára nemanda Teichmúllers spila sem væri hann reyndur píanóleikari.25 Þegar líða tók á nám Jóns fór heilsu hans að hraka með þeim afleið- ingum að hann þurfti að dvelja langdvölum á spítala í Leipzig. Árni Heimir Ingólfsson leiðir að því líkur í bók sinni að veikindi hans kunni að hafa verið af sálrænum toga, tilkomin af vafa um hvaða stefnu hann ætti að taka
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.