Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.2011, Side 137

Andvari - 01.06.2011, Side 137
ANDVARI KONAN MEÐ AUGUN SEM HLUSTA 135 yrði hann aldrei píanóleikari fann Jón köllun sinni nýjan farveg í kærleiks- ríkum faðmi Anniear. Einn var þó sá meðlimur Riethof fjölskyldunnar sem ekki lét glepjast af töfrum Islendingsins unga. Líklega hafði Edwin, faðir Anniear, ekki séð það fyrir sér er hann sendi dóttur sína unga í píanótíma að hann fengi að launum bláfátækan tengdason. Ekki bætti heldur úr skák að eldri dóttir hans, Marie, tók einnig að slá sér upp með listamanni. Sá hét Hans Alexander Múller og var nýútskrifaður frá Listaakademíunni í Leipzig.27 Þegar Annie og Jón hófu að ræða um það fyrir alvöru að ganga í hjónaband setti Edwin sig alfarið upp á móti ráðahagnum. Jón reyndi að tala um fyrir honum í bréfi: Ég hef í tvö eða þrjú ár verið sömu skoðunar og þér, að hjónaband eigi ekki að byggjast eingöngu á „aðdráttarafli og ást“. Maður finnur svo oft fyrir aðdráttarafli og ást í garð kvenna sem maður er ekki, Guði sé lof, svo heimskur að kvænast. En þegar kona með sjálfstæða vitsmuni brýst inn í ríki sköpunar minnar get ég ekki réttlætt það fyrir sjálfum mér að nýta mér ekki gjafir hennar í þjónustu mannlegrar viðleitni minnar og listrænnar sköpunar, alveg án tillits til þess hvernig ég get endurgoldið henni.28 Engan skal undra að sjálfhverfar vangaveltur Jóns um hjónaband, sem virðast aðallega ganga út á hvernig hann geti „nýtt“ sér „gjafir“ kvonfangsins sjálfum sér til framdráttar, urðu ekki til að vinna verðandi tengdaföðurinn á hans band. Þótt Annie bæri óttablandna virðingu fyrir föður sínum tók hún einarða afstöðu með Jóni. í ævisögu Jóns Leifs eftir sænska tónlistarblaðamanninn Carl-Gunnar Áhlén, sem kom út árið 1999 og er m.a. byggð á munnlegum heimildum, eru varðveittar dýrmætar frásagnir af Annie sem sagðar eru af vinum hennar og samtíðarmönnum. Halldór Hansen, læknir, segir frá við- horfi Anniear til föður síns og skín þar í gegn hve mikils kjarks það krafðist af Annie að ganga gegn vilja hans. Áð hans sögn var Annie að jafnaði vilja- sterk, jafnvel dálítið uppreisnargjörn sem unglingur. Á þeim tíma voru átök milli þýskumælandi yfirstéttar í Bæheimi og tékkneskra þjóðernissinna. Svo rammt kvað að því að útgöngubanni var komið á. Annie hafði fellt hug til ungs Tékka og virti útgöngubannið að vettugi til að fara til fundar við hann. Svo illa vildi hins vegar til að hún lenti beint í höndum tékkneskra skæruliða. Þá á hún að hafa sagt: „Skjótið mig ef ykkur sýnist, en í guðanna bænum hringið ekki í hann pabba!“29 Edwin var ekki sá eini sem var andvígur ráðahagnum. Foreldrar Jóns á Islandi reyndu eftir mætti að ráða honum heilt og lögðu að honum að bíða með að kvænast. Hann yrði að geta kostað heimilið sem hann hygðist halda með konu sinni og það gæti hann ekki fyrr en hann hefði lært meira og gæti séð sér farborða með tónleikahaldi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.