Andvari - 01.06.2011, Blaðsíða 137
ANDVARI
KONAN MEÐ AUGUN SEM HLUSTA
135
yrði hann aldrei píanóleikari fann Jón köllun sinni nýjan farveg í kærleiks-
ríkum faðmi Anniear.
Einn var þó sá meðlimur Riethof fjölskyldunnar sem ekki lét glepjast af
töfrum Islendingsins unga. Líklega hafði Edwin, faðir Anniear, ekki séð það
fyrir sér er hann sendi dóttur sína unga í píanótíma að hann fengi að launum
bláfátækan tengdason. Ekki bætti heldur úr skák að eldri dóttir hans, Marie,
tók einnig að slá sér upp með listamanni. Sá hét Hans Alexander Múller og
var nýútskrifaður frá Listaakademíunni í Leipzig.27
Þegar Annie og Jón hófu að ræða um það fyrir alvöru að ganga í hjónaband
setti Edwin sig alfarið upp á móti ráðahagnum. Jón reyndi að tala um fyrir
honum í bréfi:
Ég hef í tvö eða þrjú ár verið sömu skoðunar og þér, að hjónaband eigi ekki að
byggjast eingöngu á „aðdráttarafli og ást“. Maður finnur svo oft fyrir aðdráttarafli
og ást í garð kvenna sem maður er ekki, Guði sé lof, svo heimskur að kvænast. En
þegar kona með sjálfstæða vitsmuni brýst inn í ríki sköpunar minnar get ég ekki
réttlætt það fyrir sjálfum mér að nýta mér ekki gjafir hennar í þjónustu mannlegrar
viðleitni minnar og listrænnar sköpunar, alveg án tillits til þess hvernig ég get
endurgoldið henni.28
Engan skal undra að sjálfhverfar vangaveltur Jóns um hjónaband, sem virðast
aðallega ganga út á hvernig hann geti „nýtt“ sér „gjafir“ kvonfangsins sjálfum
sér til framdráttar, urðu ekki til að vinna verðandi tengdaföðurinn á hans band.
Þótt Annie bæri óttablandna virðingu fyrir föður sínum tók hún einarða
afstöðu með Jóni. í ævisögu Jóns Leifs eftir sænska tónlistarblaðamanninn
Carl-Gunnar Áhlén, sem kom út árið 1999 og er m.a. byggð á munnlegum
heimildum, eru varðveittar dýrmætar frásagnir af Annie sem sagðar eru af
vinum hennar og samtíðarmönnum. Halldór Hansen, læknir, segir frá við-
horfi Anniear til föður síns og skín þar í gegn hve mikils kjarks það krafðist
af Annie að ganga gegn vilja hans. Áð hans sögn var Annie að jafnaði vilja-
sterk, jafnvel dálítið uppreisnargjörn sem unglingur. Á þeim tíma voru átök
milli þýskumælandi yfirstéttar í Bæheimi og tékkneskra þjóðernissinna. Svo
rammt kvað að því að útgöngubanni var komið á. Annie hafði fellt hug til
ungs Tékka og virti útgöngubannið að vettugi til að fara til fundar við hann.
Svo illa vildi hins vegar til að hún lenti beint í höndum tékkneskra skæruliða.
Þá á hún að hafa sagt: „Skjótið mig ef ykkur sýnist, en í guðanna bænum
hringið ekki í hann pabba!“29
Edwin var ekki sá eini sem var andvígur ráðahagnum. Foreldrar Jóns á
Islandi reyndu eftir mætti að ráða honum heilt og lögðu að honum að bíða
með að kvænast. Hann yrði að geta kostað heimilið sem hann hygðist halda
með konu sinni og það gæti hann ekki fyrr en hann hefði lært meira og gæti
séð sér farborða með tónleikahaldi.