Andvari

Volume

Andvari - 01.06.2011, Page 138

Andvari - 01.06.2011, Page 138
136 SIF SIGMARSDÓTTIR ANDVARI Örlögin snerust tímabundið á sveif með foreldrunum. Frekari veikindi Jóns urðu til að fresta öllum ráðagerðum um brúðkaup. En þegar Jón kvaddi Konservatóríið með útskriftartónleikum þann 17. júní 1921 varð ekki lengur haldið aftur af unga fólkinu. Annie Riethof og Jón Leifs giftu sig viku síðar og héldu í kjölfarið í brúðkaupsferð til íslands. Full vonar um framtíðina sigldi Annie á heimslóðir nýs eiginmanns sem dreymdi stóra drauma um það hlutverk sem þau mættu leika við að reisa íslenskt tónlistarlíf úr öskustónni. Fyrsta skyldan „íslendingar vita ekki hvern mann þeir eiga í þér, snilling og ættjarðarvin, - það snertir þá ekki. Tími þinn þarna norður frá er ekki kominn enn.“30 Hvatningarorð þessi ritar Annie Jóni í bréfi þann 18. ágúst 1935. Jón var staddur á íslandi þar sem hann gegndi stöðu tónlistarstjóra við Ríkisútvarpið. Annie dvaldi í Þýskalandi og sinnti börnunum og viðskiptasamböndum Jóns. Starfið var Jóni ekki að skapi og það olli honum hugarvíli að enginn tími gæfist lengur til helstu ástríðu hans, tónsmíðanna: Nú er liðið á þriðja ár síðan ég hef samið eina einustu nótu. Hvílíkt ástand! Ég finn að sá dagur kemur að ég muni, án tillits til konu og barna, systkina og móður, slíta mig lausan, grafa mig niður einhvers staðar til að finna sjálfan mig á ný. Ég held aðeins að þetta geti ekki orðið án þess að ég vanræki fjölskyldu mína af skammarlegu samviskuleysi, en þið verðið að vera því viðbúin og taka þátt í því.31 Þótt Jón láti í það skína í bréfi sínu að fram að þessu hafi velferð Anniear og barnanna haft forgang umfram allt annað fór því fjarri. Hann krefst þess að Annie og fjölskyldan sýni „vanrækslu“ af hans hálfu skilning. Það hafði Annie hins vegar gert óumbeðin frá upphafi hjónabandsins. Brúðkaupsferðin til íslands árið 1921 varð hjónunum ekki sú sigurför sem þau höfðu gert sér vonir um. Jón fékk litlu öðru áorkað í tilraunum sínum til að láta að sér kveða á sviði uppbyggingar íslensks tónlistarlífs en að fá helstu frammámenn upp á móti sér. Er þau sigldu til landsins var boð þeirra um að halda píanótónleika í þeim plássum sem skipið hafði viðkomu aðeins þegið einu sinni. Góð mæting var á tónleika sem þau héldu í Bárunni í Reykjavík en þegar átti að endurtaka þá mánuði síðar var aðsóknin dræm og þeim því frestað. Kveðjutónleikum sem Annie hélt tveim dögum áður en þau héldu af landi brott var hins vegar vel tekið. Við komuna aftur til Þýskalands neyddust Annie og Jón til að lepja dauð- ann úr skel. Þau hröktust milli borga meðan Jón reyndi að fá fastráðningu sem hljómsveitarstjóri en það hvorki gekk né rak. Ástæðuna taldi Jón þá að hann væri útlendingur.32
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.