Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.2011, Side 141

Andvari - 01.06.2011, Side 141
ANDVARI KONAN MEÐ AUGUN SEM HLUSTA 139 Ég veit að þetta verður þúsund krónum hærra á ári en árslaunin þín, pabbi. Mér þykir það ekki síður leiðinlegt en ykkur. En hvað ætti ég að spara? ... Ég gæti farið sjaldnar á tónleika og í leikhús, en vil það helst ekki því að það tilheyrir náminu ... Ég gæti sparað við mig matinn. En þau áhugamál sem annaðhvort geta orðið mér til ga^ns eða auðgað andann hjá mér eða öðrum vil ég takmarka eins lítið og unnt er ... [Ég] skil að þið getið ekki keypt flygilinn en ætla að ráðleggja ykkur að selja píanóið ykkar strax. Ég vil heldur að ekkert hljóðfæri sé heima en þetta því að það veldur mér aðeins þjáningum. Ég vil ekki heldur snerta nóturnar í leyfunum. Þið skiljið það kannski ekki en ég held að ég læri kannski meira af því að hafa ekkert hljóðfæri fremur en þetta píanó. Píanóið mætti selja fyrir 600 krónur og það vel má nota peningana.39 Ekki gátu foreldrar Jóns horft aðgerðarlaus upp á son sinn, tengdadóttur og barnabörn svelta heilu hungri. Þau tóku því í auknum mæli á herðar sér að sjá fyrir syni sínum og fjölskyldu hans. Eigin útgjöld urðu þau að skera við nögl. Jón bar í bætifláka fyrir sjálfan sig og kvaðst ekki velkjast í vafa um að lífsstarf hans væri meira virði en flest annað. „[Þjessvegna er eg nú svona síngjarn að eg ber hvorki ákveðna umhyggju fyrir konu, barni, foreldrum eða systkinum. Og þó tek eg ekki á mig léttan kross.. J140 Svo mikil var fjárhags- byrðin foreldrum Jóns að faðir hans varð að fresta áformum um að setjast í helgan stein er hann var kominn á aldur.41 Þeim Annie og Jóni tókst loks að festa rætur í úthverfinu Rehbrúck fyrir sunnan Potsdam árið 1931 eftir áralangt flakk. Fyrsta fasta heimili þeirra var dökklitað tvílyft timburhús með sjö litlum herbergjum og garði þar sem þau bjuggu ásamt dætrunum tveimur og vinnukonum. Það kann að skjóta skökku við að þau Annie og Jón sem vart höfðu í sig og á hafi notið krafta heimilishjálpar. Þótt foreldrar Anniear, þau Edwin og Gabi, hafi verið stöndug fólust styrkir til dótturinnar aðallega í því að viðhalda því hefðarlífi sem búist var við af hástéttarfólki með barnfóstru og eldabusku. Fyrir brýnustu nauðsynjum áttu þau sjálf að vinna og hvöttu þau Jón ósjaldan til að verða sér úti um hefðbundið starf. Viðskiptaævintýri hjónanna tengd tónlistinni kærðu þau sig sjaldnast um að styrkja.42 Þjóðleg endurreisn Edwin Riethof var þó ekki alls varnað. Hinn 21. mars árið 1928 stóð Annie Leifs á sviði stærsta og frægasta tónleikahúss Parísarborgar, Salle Pleyel. Á efnisskránni var eftirlætisverk hennar, píanókonsert í A-dúr eftir Mozart. Þar sem hún horfði yfir tilkomumikinn salinn sem tók hvorki meira né minna en 3000 manns í sæti mátti henni vera ljóst að þarna var á ferð stóra tækifærið hennar. Á tónleikunum bar Edwin Riethof ábyrgð. Viðtökurnar ollu ekki vonbrigðum. Frammistaða Anniear fékk góða
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.