Andvari - 01.06.2011, Page 144
142
SIF SIGMARSDÓTTIR
ANDVARI
listagyðjunni var hún ekki tilbúin að deila honum með öllu mannlegri dísum.
í Þýskalandi vann Annie fjölskyldunni inn peninga sem píanókennari, sinnti
dætrunum, sá um öll bréfaskipti tengd málefnum Jóns og undirbjó mikla
tónleika með verkum Jóns í Berlín þegar eiginmaðurinn lýsti því yfir að hann
væri ástfanginn af annarri konu. Sú sem átti hug hans og hjarta var þýskur
hörpuleikari, Ursula Lentrodt að nafni.
Jón hafði löngum gert sér títt um kvenfólk. Fyrst fór að bera á hjónabands-
örðugleikum milli Anniear og Jóns árið 1930. „Þú ímyndar þér kannski úr
fjarlægð að þetta sé miklu verra en það var,“ skrifar Jón Annie eftir að hafa
greint henni frá samskiptum sínum við huldukonu sem hann var hrifinn af.
En í stað þess að skammast sín krefst hann þess að sér sé hrósað fyrir hrein-
skilni sína. ,,[E]n ég hafði víst hálfvegis búist við því að þú þakkaðir mér fyrir
að segja frá þessu svona fljótt - en þú gerir mér þetta erfitt!“52
Hrifning Jóns á hörpuleikaranum risti djúpt og reyndist langvinn. Annie
var nóg boðið. „Þú spyrð sjálfan þig aldrei: „Hef ég sært hana?“ Þú sérð
aldrei eftir hörðum orðum ... Þú vilt alls ekki vita hvernig mér líður, hvað ég
sé, hvað ég hugsa. Af hverju fæ ég aldrei frá þér eitt einasta blítt viðurkenn-
ingarorð?“53
Ursula Lentrodt endurgalt ekki tilfinningar Jóns. Hjónabandi þeirra Anniear
sem um tíma stóð á brauðfótum virtist borgið. En óveðursský hrönnuðust upp
úti við sjóndeildarhringinn.
„Er þér loks mögulegt að heimsækja foreldra okkar? ... Jákvæður félags-
skapur myndi gera þeim gott.“54 Svo ritar Marie yngri systur sinni Annie
vorið 1939 frá Bandaríkjunum. Þangað hafði Marie flust árið 1937 ásamt
Hans, manni sínum, og tveimur sonum er hatur í garð gyðinga varð æ ill-
skeyttara og útbreiddara og Hans hafði verið rekinn úr prófessorstöðu sem
hann gegndi í Leipzig. Foreldrar Anniear höfðu hrökklast af heimili sínu í
Tepliz í kjölfar þess að Þjóðverjar hrifsuðu til sín völdin í Súdetahéruðunum
árið 1938 og sest að í Prag. Það reyndist skammgóður vermir. Nokkrum mán-
uðum síðar hertóku Þjóðverjar Tékkóslóvakíu.
Örlög foreldra Anniear urðu átakanleg. „Pabbi var leystur undan þjáning-
um sínum 12. febrúar,“ tjáir Annie systur sinni í skeyti í byrjun árs 1942 en
Edwin hafði glímt við langvinn veikindi.55 í júní sama ár var Gabriele tekin
til fanga af sveitum nasista og flutt í Theresienstadt fangabúðirnar. Þann 22.
október, mánuði fyrir 71. afmælisdag sinn, var hún send til fangabúðanna í
Treblinka norðaustur af Varsjá, einhverra hrottalegustu útrýmingarbúða sem
sögur fara af.56 Þar lauk hún ævi sinni.
Annie og Jón voru bæði barnaleg er kom að pólitík samtímans. Það var
stundum sem þeim fyndist hún ekki koma þeim við og þar með væru þau
undanskilin henni. „Stjórnmálaöfl og valdabarátta kemur listinni ekki við,“
sagði Annie mörgum árum síðar.57 Annie hafði ávallt þvertekið fyrir að yfir-