Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.2011, Síða 144

Andvari - 01.06.2011, Síða 144
142 SIF SIGMARSDÓTTIR ANDVARI listagyðjunni var hún ekki tilbúin að deila honum með öllu mannlegri dísum. í Þýskalandi vann Annie fjölskyldunni inn peninga sem píanókennari, sinnti dætrunum, sá um öll bréfaskipti tengd málefnum Jóns og undirbjó mikla tónleika með verkum Jóns í Berlín þegar eiginmaðurinn lýsti því yfir að hann væri ástfanginn af annarri konu. Sú sem átti hug hans og hjarta var þýskur hörpuleikari, Ursula Lentrodt að nafni. Jón hafði löngum gert sér títt um kvenfólk. Fyrst fór að bera á hjónabands- örðugleikum milli Anniear og Jóns árið 1930. „Þú ímyndar þér kannski úr fjarlægð að þetta sé miklu verra en það var,“ skrifar Jón Annie eftir að hafa greint henni frá samskiptum sínum við huldukonu sem hann var hrifinn af. En í stað þess að skammast sín krefst hann þess að sér sé hrósað fyrir hrein- skilni sína. ,,[E]n ég hafði víst hálfvegis búist við því að þú þakkaðir mér fyrir að segja frá þessu svona fljótt - en þú gerir mér þetta erfitt!“52 Hrifning Jóns á hörpuleikaranum risti djúpt og reyndist langvinn. Annie var nóg boðið. „Þú spyrð sjálfan þig aldrei: „Hef ég sært hana?“ Þú sérð aldrei eftir hörðum orðum ... Þú vilt alls ekki vita hvernig mér líður, hvað ég sé, hvað ég hugsa. Af hverju fæ ég aldrei frá þér eitt einasta blítt viðurkenn- ingarorð?“53 Ursula Lentrodt endurgalt ekki tilfinningar Jóns. Hjónabandi þeirra Anniear sem um tíma stóð á brauðfótum virtist borgið. En óveðursský hrönnuðust upp úti við sjóndeildarhringinn. „Er þér loks mögulegt að heimsækja foreldra okkar? ... Jákvæður félags- skapur myndi gera þeim gott.“54 Svo ritar Marie yngri systur sinni Annie vorið 1939 frá Bandaríkjunum. Þangað hafði Marie flust árið 1937 ásamt Hans, manni sínum, og tveimur sonum er hatur í garð gyðinga varð æ ill- skeyttara og útbreiddara og Hans hafði verið rekinn úr prófessorstöðu sem hann gegndi í Leipzig. Foreldrar Anniear höfðu hrökklast af heimili sínu í Tepliz í kjölfar þess að Þjóðverjar hrifsuðu til sín völdin í Súdetahéruðunum árið 1938 og sest að í Prag. Það reyndist skammgóður vermir. Nokkrum mán- uðum síðar hertóku Þjóðverjar Tékkóslóvakíu. Örlög foreldra Anniear urðu átakanleg. „Pabbi var leystur undan þjáning- um sínum 12. febrúar,“ tjáir Annie systur sinni í skeyti í byrjun árs 1942 en Edwin hafði glímt við langvinn veikindi.55 í júní sama ár var Gabriele tekin til fanga af sveitum nasista og flutt í Theresienstadt fangabúðirnar. Þann 22. október, mánuði fyrir 71. afmælisdag sinn, var hún send til fangabúðanna í Treblinka norðaustur af Varsjá, einhverra hrottalegustu útrýmingarbúða sem sögur fara af.56 Þar lauk hún ævi sinni. Annie og Jón voru bæði barnaleg er kom að pólitík samtímans. Það var stundum sem þeim fyndist hún ekki koma þeim við og þar með væru þau undanskilin henni. „Stjórnmálaöfl og valdabarátta kemur listinni ekki við,“ sagði Annie mörgum árum síðar.57 Annie hafði ávallt þvertekið fyrir að yfir-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.