Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Blaðsíða 54
20
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISPÉLAGS ÍSLENDINGA
búinn og daufur útlits. Þokuvegg-
ur lá langt ofan í fjallahb'ðar. Jörð-
in var vot og regnúði var á annað
slagið. Svona átti þá að fara!
Allar vonirnar, allur undirbúning-
urinn og allur áhuginn að verða
til einskis. Kvíði þjóðarinnar að
HANS HÁTIGN CHRISTIAN X.
konungur Islands og Jjdiimerkur, sem
staddur var á hátíðinni og kvaddi Al-
þingismenn til þingsetu á þingstaðnum
forna við öxará.
rætast. Minningarnar allar, sem
við hátíðina voru bundnar, að kafna
í íslenzkri rigningu og íslenzkum
leir. En um það var nú ekki til
neins að deila við dómarann. Ef
að íslenzk gifta oS íslenzkir land-
vættir gátu ekki haldið verndar-
hendi yfir landinu á þessari hátíð-
arstund þess, þá var ekki um ann-
að að gera en að taka því með
þögn og þolinmæði, sem hverju
öðru mótlæti, er íslenzka þjóðin
hefir orðið að þola. — Klukkan níu
var því gengið til tíða upp í Al-
mannagjá, eins og dagskráin fyrir-
skipaði. Safnaðist þar saman múg-
ur og margmenni. Konun&ur og
drotning, ríkiserfinginn sænski,
sendisveitir erlenda þjóða, prestar
íslands, alþingismenn og lands-
menn yfirleitt skipuðu sér í fylk-
ingu undir sérstökum sýslumerkj-
um í gjánni rétt fyrir norðan Öxar-
árfossinn. Til suðurs heyrðist nið-
urinn í fossinum og ánni og vatns-
úðann sázt leggja upp yfir gjár-
brúnina frá fossinum. Við vest-
urvegg gjárinnar hafði prédikunar-
stóll verið reistur hátt í berginu
uppi. Að austan lukti hinn eystri
veggur gjárinnar, en að norðan
teygði sig grá og dinim sumarþok-
an ofan í rætur fjallanna. Guðs-
þjónustan liófst stundvíslega kl. 9
f. h., með því að sunginn var hinn
alkunni sálmur Hallgríms Péturs-
sonar, “Víst ertu, Jesú, kóngur
klár’’, og var það sérstakle&a á-
hrifamikið að lieyra orðin og hljóm
öldur lagsins brjótast fram af vör-
um þúsunda manna, endurhljóma
frá bergvegnum háa, kastast til
baka og stíga upp og út í geiminn
ómælilega. Ekki jók það heldur
lítið á tiguleik athafnarinnar, að
rétt eftir að guðsþjónustan hófst,
rofuðu skýin; þokuloftinu létti —
fyrst af láglendinu og svo af fjöll-
unum, unz að eftir dálitla stund
hvelfdi himininn heiður og blár sér
yfir Þingvöll og sólin baðaði slétt-
una fagurgræna, hraunið og skóg-
inn dökkgrænann, Þingvallavaftn
spegilfagurt og bláleit fjöllin, í Seisl-