Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Blaðsíða 99

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Blaðsíða 99
í HRIPITM 65 endaði með að hún var strax fjrrsta daginn tekinn upp og reidd alla leið úr því En í stað hennar var sett ýmislegt skran í hripið til að vega á móti mér og mínu hripi svo ekki hallaðist á, og sætti eg mig brátt við þetta, en klárinn fór sína leið eftir sem áður — samur og jafn þó Matthea væri farin og skranið kom- ið í staðinn. Vel gekk ferðin alla leið austur, í góðu veðri. Það var seint í júní, náttúran var guðdómleg, flugur suðuðu og fuglar sungu og altaf var tilbreyting í landslaginu, góðir veg- ir og slæmir á víxl, holt og móar eða mýrar á báða bóga, stundum sáust rjúkandi hverir, stundum vötn og lækir og ár, en fjöllin móleit, brún eða blá, sum nærri en önnur langt, langt í burtu, skjöldótt af snjó eða vafin í móðu svo að þau urðu nærri samlit hinmi og skýjum. En þó skemtilegt væri í hripinu ' og gaman að taka eftir öllum þess- um fyrirbrigðum, þá var líka góð tilbreyting að vera við og við tekinn uiður og fá að rétta úr sér og hreyfa fæturna. Maður samgladdist hest- unum yfir hvíldinni þegar áð var og Þeir fengu að hressa sig á græn- gresinu, en ferðafólkið hnappaði sig saman til að rabba eða þiggja nestisskamt úr matarskrínunni. Matarlystin hafði sjaldan verið eins góð í Reykjavík eins og hérna úti Undir berum himni. Gott var brauð- ið. en enn þá betra áttum við þó í vændum þegar við í ferðalok kæm- nnist í sjálft Oddabrauðið—eg hafði hugsað mér það eins og einn fjalla- báan stabba í líkingu við fjallið Keili, vel hlaðinn úr einlægum vel- skornum brauðsneiðum öllum með smjöri og ýmsu ofan á. Á leiðinni mættum við mörgum lestamönnum á leið í eða úr kaup- stað. Skrítið var að sjá alla þá hesta oftast nær taglnhýtta hvern aftan í annan, því þá var varla að tala um öðru vísi samhnýtingu, og almenn sú trú að taglið á hestinum væri til þess eins af Guði almátt- ugum tilbúið, að hnýta mætti þar í einteymingsreypi með öðru hrossi eða bola í eftirdragi. En þegar okk- ar lest fór framhjá slíkum lestum kom það hvað eftir annað fyrir, að sjónfælnir klárar kipptu snögglega í, svo að stríkkaði á reipum og tögl- um — það brakaði í reipunum og stundum brustu þau og slitnaði þá lestin. Hestarnir sem úr slitnuðu stóðu þá kyrrir og hissa — en tögl- in slitnuðu aldrei og þótti mér það gegna mestri furðu. En satt að segja kendi eg sársauka í mínum eigin bæði fremri og aftari enda, af meðaumkun með vesalings klárun- um, sem slitu milli sín reipin er þau teygðust milli taglstertsins annars- vegar og hrosshaussins hinsvegar en óhugðnæmust og þjösnalegust þóttu mér reipslitin þegar stór og feitur boli togaði á móti sterti. Þá var öll samúð mín óskift með stert- inum og hlutaðeigandi hrossi. Sem betur fer mun nú þessi heim- skulega og sorglega misþyrming á skepnunum vera úr sögunni og hef- ir hætt smátt og smátt eftir að séra Ólafur ólafsson ritaði og flutti sinn nafnkenda fyrirlestur: Hvernig er farið með þarfasta þjóninn? — Eitt af því allramerkasta, sem fyrir mig bar á leiðinni var yfirferð- in yfir stórárnar Ölfusá og Þjórsá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.