Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Blaðsíða 106
72
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
“Jæja, Ásta mín. Eg vona að
kvíði minn sé ástæðulaus. Viltu
hjálpa mér í rúmið? Eg er svo
þreytt.’’
“Já, elsku mamma.”
¥ ¥ ¥
Þegar Gunnlaugur Friðgeir van
Buren — hversdagslega kallaður
Fred — opnaði hurðina inn í stof-
una, var eins og hann hefði boðið
austanvindinum inn með sér.
Gluggatjöldin soguðust upp að rúð-
unum. Cleveland Plain Dealer
rendi sér ofan af borðinu, féll í
stafi og fauk víðsvegar um gólfið.
íslenzki fáninn og sá ameríski, sem
stóðu á arinhillunni hvor við ann-
ars hlið, fengu sjóriðu. Bandhnyk-
illinn valt undir sófann og dró á
eftir sér hálfprjónað sjal; en mynd
Jóns forseta, beint á móti dyrun-
um, horfði á aðfarirnar “með sinni
fornu, föstu.ró”. Fred rétti hend-
ina aftur fyrir sig, lokaði hurðinni;
þeytti af sér hattinum, leit í spegil,
strauk höndunum yfir hárið, dökk-
jarpt, gljáandi slétt. Hann herti á
slipsinu, hnepti að sér jakkanum,
linepti honum frá sér aftur. Hon-
um var auðsjáanlega mikið niðri
fyrir.
“Mamma!” kallaði hann.
Hurðin inn í svefnhús þeirra
mæðgna opnaðist hljóðlega. Uss!
Amma er loksins komin í værð. Hún
á svo bágt með svefn. Við verðum
að tala ósköp lágt. Viltu ekki koma
fram í eldhús? Eg á til reykta
túngu og köld----.
“Eg er ekki svangur. Heyrðu
mamma!”
“Eg hélt þið hefðuð farið í leik-
húsið. Varstu heima hjá Mabel?”
“Mamma! Hugsaðu þér! Mr.
Hoyden—tengdafaðir minn tilvon-
andi vildi eg sagt hafa — ætlar
hvoi’ki meira né minna en að gjöra
mig að forstjóra búðarinnar sem
þeir ætla að opna í Lakewood fyrst
í Febrúar. Hoyden Handy Hard-
ware Store Inc. — Manager: G. T.
Van Buren. Hvernig líst þér á það
mamma?”
“Vel Gunnlaugur minn.” Tár
læddust ofan vanga hennar.
“Við Mabel höfum ákveðið að
gifta okkur innan þriggja vikna — á
afmælisdaginn hennar 29 janúar.
Hugsa sér það lán að fá atvinnu í
einni af búðum Mr. Hoydens, strax
og eg kem af verzlunarskólanum.
Þér hefði líklega þótt það fyrirsögn
þá, að eg mundi verða — áður en
eg er fullra tuttugu og fjögra —
forstjóri fyrir einni verzlun Mr. Hoy-
dens.og tengdasonur hans í tilbót.
Eh! Mamma?”
“Eg vissi að þú kæmist á þína
réttu hillu ef þú kæmist að verzlun.
Ásta strauk liönd um augu
“Mabel var að segja mér á leið-
inni hingað í bífreiðinni þeirra; að
foreldrar hennar og systkyni mundu
gefa okkur alt til búsins, nema ef
til vill ekki borðstofu húsgögn og
eldhús áhöld, og tengda pabbi ætlar
að leigja okkur hús úti í Lakewood
skamt frá búðinni fyrir aðeins fimm
hundruð dali á ári. Mamrna mín
góð! Hvað er að? Það er ekki eins
og eg sé að fara út á landshorn þó
eg fari hérna út í Lakewood Eg
get skroppið hingað hvenær sem er.
“Af hverju bauðstu ekki Mabel að
koma inn? Eða vildi hún kanské—
“Bæði var nú orðið framorðið. Og
svo — svo eg segi þér rétt eins og
er, þá er það ekki sérlega skemti-