Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Blaðsíða 132
Eftir Guðmund Friðjónsson frá Sandi
Magnús Helgason skólastjóri
minnist á örnefni í erindi um Land-
námu og kemst þar á flug mælsku-
mannsins. hann mælir á þessa leið:
“Mér þykir ekki lítið til koma að
fræðast af Landnámu um örnefnin
okkar. Þau eru heill fjársjóður,
dýrmætur fyrir sögu, tungu og
þjóðfræði, en lítt kannaður enn.
Sum örnefnin okkar eru hrein og
bein listasmíði, stundum heil lýs-
ing í einu orði og er eins og sér-
stakur hugblær vakni við eintómt
nafnið. Við þurfum ekki annað en
að heyra nöfn eins og Hekla, Tinda"
stóll og Herðubreið, til þess að við
sjáum í huganum svipinn, og mér
finst eg sjá, hvernig Glóðafeykir
hefir skautað sér með heldur en
ekki háreistum og kvikum faldi úr
norðurljósa flogagulli, þegar hann
var skírður. Manni hlær hugur við
bláhyl eins og við sól og sumri, en
stendur geigur af myrkhyl, eins og
af dauðs manns gröf. Pjallið eina
finst mér eins og sveipað í alt hið
einmanalega þunglyndi íslenzkra
öræfa, svo að mér liggur við að
fara að kenna í brjósti um það.
Önnur örnefni eru eins og sögubrot,
hálfkveðin vísa, sem hleypa ímynd-
unaraflinu á flug.’’
Þessi ummæli liins góða íslenzka
manns eru sönn og vel valin, og til
þess fallin að þeim sé lialdið á lofti.
Svo er um ýms verðmæti gömul og
góð, að þeim þarf að hampa, svo að
eftir þeim sé tekið. Spakmæli Saló-
mons og orðskviðir Hávamála, falla
í gleymsku, nema þeim sé blásið lífi
í brjóst — ef svo mætti að orði
kveða. Það má vera á þann hátt,
að prjónað sé við þá eða þeim stráð
innan um ritsmíðar eða mælt mál.
Hávaði hversdagslegur veldur því
að sjaldan er gerð leit að gömlu
metfé. Það er mest auglýst, sem
líffærin þurfa til sín og tízkan
heimtar, að hengt sé á skammrif
mannsins, eða þá flaggstengurnar.
Skvaldrið í glaumbæ tízkunnar
dregur að sér athygli þorra manna.
það er ekki að undra, úr því að vér
Adams synirnir og Evudæturnar,
erum svo nátengd mold og gras-
rót, sem vér erum. En þó er flest-
um svo fariö, að þeir fást til að
hrista af sér hversdagsrykið og
renna hýru auga einstaka sinnum
inn í eða yfir hillingalönd fegurð-
ar og minninga, ef athygli þeirra
er vakin.
Lönd hillinganna eru í tveirn átt-
um — framundan, þar sem vonir og
þrár breiða út faðminn móti ókom-
inni tíð, og hin helftin er að baki
voru. í þeirri átt eða álfu er alt
það fémæti og dýrmæti, sem sagan
liefir látið eftir sig, fræðimönnum
og skáldum til aðdáunar og nýrrar
meðferðar. Þeim fyrst og fremst
og svo allri alþýðu til nota og
nautnar, eftir því sem hún hefir
lyst á og þörf fyrir.
Vér stöndum svo vel að vígi, ís-
lendingar, í þessum efnum, að