Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Blaðsíða 125
ÆTTJARÐARÓÐUR VESTUR-ÍSLENDINGA 1930
91
Dreypa á veigum tærra linda. —
Heitum tárum hjarnið þíða,
Hagsæld ef þaö jyki lýða.
Efsta tindinn einkum þrái’ eg,
Andrúmsloft, er vængi býr mér.
Þar sem andans óðul má eg
Yrkja, — þangað hjartað snýr mér.
Eignast landsins undra’ tóna,
Öræfanna kirkju þjóna.
Tak því, maður, akra alla,
Aldingarða, blóm og skóga,
Gef mér ísland, græna hjalla,
Gef mér fjöll, og útsýn nóga
Yfir lífið, landið, hafið,
Ljósi minna drauma vafið.
VI.
Island! börn þín aftur heima!
Öllu í þínum faðmi gleyma.
Helgar myndir hjörtu dreyma. —
Hjalar þröstur lieiðló við í túni —
Fegurð andans fólkið skrýðir
Pjallasvipinn erfa lýðir,
Draumljúf ungmey eyþjóð prýðir —
Yndisleg sem íslenzk nótt í júní.
Leikur blær um brúnir fjalla,
Brosa lauf um grund og hjalla,
Hjúpuð fegurð hrífur alla —
Helgir tónar hugann fylla ljóðum.
Hrikafjöll á höfði standa,
Hafið laugar rökkurs anda,
Skin til heiða, húm til stranda, —
Hánótt, sóllýst, hærra bendir þjóð-
um.
Offra Rán og Ægir Sólu?
Eygló rís um miðja njólu,
Björt eru segl er blys þau ólu,
Ei’ hér, Baldur, bálför þín á legi?
Sól og líf er sama gjöfin;
Sólguð hvíti, lýstu höfin:
Engin nótt, — og opin gröfin, —
ísland vafið endalausum degi.
Fjallablóm og fuglakliður,
Fjörugjálfur, vatnaniður;
Djúpur, helgur, dulrænn friður
Drotnar yfir, dafnar í lífi manna.
— Lifir í fornum, fólgnum glæðum,
Fjör og þor í lífsins æðum,
Goðaerfð frá andans hæðum, —
Eldur býr í iðrum jökla og fanna.
VII.
Geng eg þar sem Geitskór valdi
Ginnhelg vé, und jöklafaldi;
Bónleiður hjá búð og tjaldi
Blómi landsins beitti andans vigri:
Héðinn, Gunnar, Hallur, Snorri,
Hjalti, Gissur, —- kappa þorri,
Þorgeir goði’, er þjóð barg vorri,
Þegar friðar þrekraun varð að sigri.
Hér var Grettir dauða dæmdur;
Dræpur’ um sker og heiðar flæmd-
ur. —
Dauður sýkn — og síðar ræmdur,
Sönnust ímynd sinnar eigin þjóðar.
— Fyr þótt rynni hraun um haga,
Heift og víg í skjóii laga,
Hér á miðstöð menning, saga, —
Margar eru minjar héðan góðar.
Sat hér margur sólar megin,
Sigur glæsti æfiveginn,
Erlend frægð og innlend regin, —
Ægishjálm þá íslands báru synir.
— Vit og hreysti, völd og auður,
Vógust títt um ríki, hauður;
Margur kappinn kraup þá dauður—
Konungsmenn og klerkar, auk þá
hinir.